Skúli mætti með Grímu

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. Ljósmynd/Samsett

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, var kjör­inn markaðsmaður árs­ins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kær­ustu sína, Grímu Björgu Thor­ar­en­sen, á Kjar­valsstaði þar sem verðlaun­in voru veitt. 

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, veitti markaðsmanni árs­ins verðlaun fyr­ir árið 2017. Íslensku markaðsverðlaun­in hafa verið af­hent 25 sinn­um, en þetta er í 19. skiptið sem ÍMARK heiðrar ein­stak­ling fyr­ir vel unn­in markaðsstörf.

Skúli Mo­gensen er stofn­andi, for­stjóri og eini eig­andi WOW air. Fyr­ir stofn­un flug­fé­lags­ins hafði hann unnið sem frum­kvöðull og fjár­fest­ir, aðallega í tækni-, fjöl­miðla- og fjar­skipta­geir­an­um í Norður-Am­er­íku og Evr­ópu. Skúli var einn af stofn­end­um og fram­kvæmda­stjóri farsíma­hug­búnaðar-fyr­ir­tæk­is­ins OZ, sam­hliða því sem hann lærði heim­speki í Há­skóla Íslands. Þegar mest var voru um 200 starfs­menn hjá OZ, þá seldi fyr­ir­tækið um 100 millj­ón­ir ein­taka af hug­búnaði sín­um til allra helstu fjar­skipta­fyr­ir­tækja og farsíma­fram­leiðenda heims. OZ var selt til Nokia árið 2008. Jafn­framt tók Skúli þátt í að stofna Íslands­s­íma á sín­um tíma sem er núna orðið annað stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins und­ir merkj­um Voda­fo­ne.  

WOW air var stofnað í nóv­em­ber 2011 og fór í jóm­frú­arflug sitt til Par­ís­ar 31. maí 2012. Skúli er sann­ur frum­kvöðull og hef­ur náð gríðarlega mikl­um ár­angri með vörumerki WOW air og vaxið hratt á markaði þar sem sam­keppni er hörð. Því hef­ur það kallað á mikla grein­ing­ar­hæfni og hæfi­leika til að skilja markaðinn og aðgreina sig frá öðrum fyr­ir­tækj­um. 

Dóm­nefnd­in í ár var skipuð úr­vals­fólki úr ís­lensku at­vinnu­lífi. Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar, var formaður dóm­nefnd­ar. Andri var jafn­framt kjör­inn markaðsmaður árs­ins 2015, Halla Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hönn­un­ar­miðstöðvar, Andrés Jóns­son, eig­andi og stofn­andi Góðra sam­skipta, María Hrund Marinós­dótt­ir, formaður stjórn­ar ÍMARK, Magnús Geir Þórðar­son út­varps­stjóri, Ólaf­ur Þór Gylfa­son, fram­kvæmda­stjóri MMR, Elín Helga Svein­björns­dótt­ir, formaður SÍA, og Jón Þor­geir Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri ÍMARK.

Ragnar Gunnarsson og Skúli Mogensen.
Ragn­ar Gunn­ars­son og Skúli Mo­gensen.
Þórólfur Árnason og Gríma Björg Thorarensen.
Þórólf­ur Árna­son og Gríma Björg Thor­ar­en­sen.
Gunnar K. Sigurðsson og Elín Helga Sveinbjörnsdóttir.
Gunn­ar K. Sig­urðsson og Elín Helga Svein­björns­dótt­ir.
Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar, og Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans.
Ein­ar Ben, fram­kvæmda­stjóri Tjarn­ar­göt­unn­ar, og Hild­ur Björk Haf­steins­dótt­ir, markaðsstjóri Sím­ans.
Marín Magnúsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins, og Andri Þór …
Marín Magnús­dótt­ir, María Hrund Marinós­dótt­ir, markaðsstjóri Borg­ar­leik­húss­ins, og Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar.
Ásgeir Mogensen, Thelma Mogensen, Anna Sif Mogensen, Anna Skúladóttir og …
Ásgeir Mo­gensen, Thelma Mo­gensen, Anna Sif Mo­gensen, Anna Skúla­dótt­ir og Brynj­ólf­ur Mo­gensen.
Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri ISAVIA, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans, …
Gunn­ar K. Sig­urðsson, markaðsstjóri ISA­VIA, Hild­ur Björk Haf­steins­dótt­ir, markaðsstjóri Sím­ans, og Svana Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air.
Guðni Th. Jóhannesson og Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍMARK.
Guðni Th. Jó­hann­es­son og Jón Þor­geir Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri ÍMARK.
Jón Þorgeir Kristjánsson, María Hrund Marinósdóttir, Skúli Mogensen, Guðni Th. …
Jón Þor­geir Kristjáns­son, María Hrund Marinós­dótt­ir, Skúli Mo­gensen, Guðni Th. Jó­hann­es­son og Andri Þór Guðmunds­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda