Skúli mætti með Grímu

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. Ljósmynd/Samsett

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Björgu Thorarensen, á Kjarvalsstaði þar sem verðlaunin voru veitt. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti markaðsmanni ársins verðlaun fyrir árið 2017. Íslensku markaðsverðlaunin hafa verið afhent 25 sinnum, en þetta er í 19. skiptið sem ÍMARK heiðrar einstakling fyrir vel unnin markaðsstörf.

Skúli Mogensen er stofnandi, forstjóri og eini eigandi WOW air. Fyrir stofnun flugfélagsins hafði hann unnið sem frumkvöðull og fjárfestir, aðallega í tækni-, fjölmiðla- og fjarskiptageiranum í Norður-Ameríku og Evrópu. Skúli var einn af stofnendum og framkvæmdastjóri farsímahugbúnaðar-fyrirtækisins OZ, samhliða því sem hann lærði heimspeki í Háskóla Íslands. Þegar mest var voru um 200 starfsmenn hjá OZ, þá seldi fyrirtækið um 100 milljónir eintaka af hugbúnaði sínum til allra helstu fjarskiptafyrirtækja og farsímaframleiðenda heims. OZ var selt til Nokia árið 2008. Jafnframt tók Skúli þátt í að stofna Íslandssíma á sínum tíma sem er núna orðið annað stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins undir merkjum Vodafone.  

WOW air var stofnað í nóvember 2011 og fór í jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí 2012. Skúli er sannur frumkvöðull og hefur náð gríðarlega miklum árangri með vörumerki WOW air og vaxið hratt á markaði þar sem samkeppni er hörð. Því hefur það kallað á mikla greiningarhæfni og hæfileika til að skilja markaðinn og aðgreina sig frá öðrum fyrirtækjum. 

Dómnefndin í ár var skipuð úrvalsfólki úr íslensku atvinnulífi. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, var formaður dómnefndar. Andri var jafnframt kjörinn markaðsmaður ársins 2015, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Andrés Jónsson, eigandi og stofnandi Góðra samskipta, María Hrund Marinósdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, Ólafur Þór Gylfason, framkvæmdastjóri MMR, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður SÍA, og Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍMARK.

Ragnar Gunnarsson og Skúli Mogensen.
Ragnar Gunnarsson og Skúli Mogensen.
Þórólfur Árnason og Gríma Björg Thorarensen.
Þórólfur Árnason og Gríma Björg Thorarensen.
Gunnar K. Sigurðsson og Elín Helga Sveinbjörnsdóttir.
Gunnar K. Sigurðsson og Elín Helga Sveinbjörnsdóttir.
Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar, og Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans.
Einar Ben, framkvæmdastjóri Tjarnargötunnar, og Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans.
Marín Magnúsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins, og Andri Þór …
Marín Magnúsdóttir, María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri Borgarleikhússins, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Ásgeir Mogensen, Thelma Mogensen, Anna Sif Mogensen, Anna Skúladóttir og …
Ásgeir Mogensen, Thelma Mogensen, Anna Sif Mogensen, Anna Skúladóttir og Brynjólfur Mogensen.
Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri ISAVIA, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans, …
Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri ISAVIA, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans, og Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air.
Guðni Th. Jóhannesson og Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍMARK.
Guðni Th. Jóhannesson og Jón Þorgeir Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍMARK.
Jón Þorgeir Kristjánsson, María Hrund Marinósdóttir, Skúli Mogensen, Guðni Th. …
Jón Þorgeir Kristjánsson, María Hrund Marinósdóttir, Skúli Mogensen, Guðni Th. Jóhannesson og Andri Þór Guðmundsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda