Róbert býr á Vatnsstíg með kærustu sinni

Róbert Wessman og kærasta hans, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova.
Róbert Wessman og kærasta hans, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, býr á Vatnsstíg 20-22 ásamt kærustu sinni, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova og börnum hennar, Viktoríu og Alexander. Íbúðin er 314 fm að stærð og er á efstu hæð hússins.

Íbúðin sem Róbert og Shakmanova búa í er skráð á HRJÁF ehf.  Félagið keypti íbúðina af Fiskitanga ehf, sem er eigu Guðmundar Kristjánssonar í Brimi, í ágúst 2017. Fasteignamat íbúðarinnar er 195 milljónir en fer í 226 milljónir á næsta ári. Úr íbúðinni er útsýni yfir Esjuna og hálfa Reykjavík. 

Mikil leynd hefur hvílt yfir sambandi Róberts og Shakhmanova en hann skildi við eiginkonu sína fyrir um ári. Shakhmanova hóf MBA-nám í haust við Háskólann í Reykjavík. 

Smartland greindi frá því í gær að Róbert og kærasta hans væru í jólafríi á Barbados en hann birti mynd af þeim á Instagram þar sem þau skáluðu fyrir lífinu og ástinni. 

Húsið við Vatnsstíg 20-22 var byggt 2010.
Húsið við Vatnsstíg 20-22 var byggt 2010.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda