Stórstjarnan í íslensku tónlistarlífi, Greta Salóme Stefánsdóttir er trúlofuð kærasta sínum, Elvari Þór Karlssyni. Elvar Þór er boot-camp þjálfari og kviknaði ástin þegar hann byrjaði að þjálfa hana fyrir nokkrum árum.
Greta Salóme sagði frá trúlofuninni á facebook í gær.
Hún hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi en hún syngur ekki bara eins og engill heldur spilar á fiðlu. Svo hefur hún tekið þátt í Eurovision tvisvar fyrir Íslands hönd og fengið lof fyrir.
Smartland óskar Gretu Salóme og Elvari Þór til hamingju með ráðahaginn. Það er nefnilega einfaldlega þannig að ástin sigrar allt!