Róbert Wessman forstjóri Alvogen var með sérstaka kynningu í kvöld á Listasafni Reykjavíkur þar sem hann kynnti kampavínið Wessman n. 1 sem hann framleiðir ásamt kærustu sinni, Ksenia Vladimirovna Shakhmanova. Parið framleiðir ekki bara kampavín heldur líka rauðvín og hvítvín.
Mikið var lagt í þessa 100 manna veislu. Margir erlendir gestir voru boðnir en þó voru nokkrir Íslendingar á svæðinu. Þar á meðal var Einar Bárðarson athafnamaður, Björn Zoega fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Sævar Þór Jónsson lögmaður og Árni Harðarson sem er viðskiptafélagi Róberts.
Smartland hefur heimildir fyrir því að vínið hafi smakkast vel og það hafi verið stemning á mannskapnum.