Leikkonan og handritshöfundurinn Dóra Jóhannsdóttir og Ágúst Bent tónlistarmaður og leikstjóri eru nýtt par. Bæði eru þau farsæl á sínu sviði.
Dóra var yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins sem hlaut mikið lof og er listrænn stjórnandi spunaleikhússins Improv Ísland. Ágúst Bent varð frægur þegar hann byrjaði í hljómsveitinni XXX Rottweilerhundar en hann hefur líka verið virkur í framleiðslu á sjónvarpsefni og er leikstjóri Steypustöðvarinnar sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudag.
Þessi mynd var tekin af þeim þegar þau mættu saman á frumsýningu Lóaboratoríum í Borgarleikhúsinu.
Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina og lífið!