„Ég neita því ekki að hjartað slær hraðar“

Ása Reginsdóttir.
Ása Reginsdóttir.

Ása Reginsdóttir eiginkona Emils Hallfreðssonar er orðin spennt fyrir HM í fótbolta en eiginmaður hennar spilar með landsliðinu og mun keppa fyrir Íslandshönd. Ása og Emil eiga tvö börn, Emanuel sem er 6 ára og Andreu Alexöndru sem er 2 ára. Fjölskyldan hefur búið á Ítalíu í 11 ár. Ásamt því að taka virkan þátt í atvinnumannalífinu sinnir hún sínum eigin verkefnum sem eru meðal annars Olifa, Pom Poms & Co og Allegrini á Íslandi. 

Hvernig leggst HM í þig?

„HM leggst mjög vel í mig og frábært að það sé loksins að koma að þessu,“ segir Ása. 

Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson ásamt börnum sínum tveimur.
Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson ásamt börnum sínum tveimur.

Hvernig heldur þú að strákunum eigi eftir að ganga?

„Ég veit að þeir munu leggja allt undir og þannig ganga stoltir af velli eftir hvern leik.“

Ferðu með til Rússlands? 

„Já ég fer til Rússlands ásamt Emanuel, 6 ára syni okkar Emils, mömmu minni, tengdamóður, systur Emils og vinum okkar. Það fyrsta sem fer í töskuna er íslenska landsliðstreyjan og íslenski fáninn sem kemur í staðinn fyrir súpermanskykkjuna.“

Hvaða áhrif hefur HM á fjölskyldulítið?

„Örugglega mjög mikil en undanfarin tvö ár hefur HM verið i brennidepli innan veggja heimilisins og allt gert til að vera í sem besta forminu, andlega sem líkamlega. Við fengum okkur til að mynda au pair, svo Emil geti eytt meiri tíma uppi á velli við æfingar, áhyggjulaus yfir ástandinu á heimilinu hverju sinni.“

Nærðu að halda ró þinni á leikjum?

„Ég neita því ekki að hjartað slær örlítið hraðar en svona dags daglega, en þetta er það skemmtilegast sem ég geri þannig ég reyni að njóta hverrar mínútu.“

Hvernig leggst sumarið í þig?

„Frábærlega. Sumarið er besti tími ársins og ég veit ekkert betra en bjartar íslenskar sumarnætur, syngjandi í góðum félagsskap.“

Ása og Emil búa á Ítalíu.
Ása og Emil búa á Ítalíu.
Ása og Emil með börnin, Emanuel og Andreu Alexöndru.
Ása og Emil með börnin, Emanuel og Andreu Alexöndru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda