„Enginn hefur roð við Rúrik Gíslasyni“

Rúrik Gíslason var kátur í leikslok.
Rúrik Gíslason var kátur í leikslok. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Allt varð vitlaust á Instagram þegar Rúrik Gíslason kom inn á í síðari hálfleik á móti Argentínu á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem haldið er í Rússlandi. Fylgjendum hans fjölgaði úr um 30 þúsundum í 358 þúsund á örstuttum tíma. Voru það aðallega kvenkyns einstaklingar sem lækuðu Rúrik enda þykir hann ansi vel heppnaður. 

„Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þróuninni á fylgjendaaukningu strákanna í landsliðinu og þá sérstaklega Rúriks. Að fara úr 30 þúsund fylgjendum í 358 þúsund (þessi tala er enn að hækka) á svona skömmum tíma er skemmtileg viðbót við spennuna sem fylgir HM, að dómi manns sem vinnur allan daginn á samfélagsmiðlum,“ segir Sigurður Svansson, sérfræðingur í samfélagsmiðlum og einn af eigendum Sahara, og bætir við: 

„Það er áhugavert að bera saman landsliðsstrákana. Allir eru þeir að bæta við sig fylgi en enginn hefur roð við Rúrik. Á sama tíma, þegar maður skoðar hvaða einstaklingum er verið að fletta upp á Google, þá er það Hannes sem hefur verið að fá mun meiri athygli og þá sérstaklega rétt í kringum leikinn við Argentínu.“

Sigurður segir að uppbygging á samfélagsmiðlum eins og Instagram eigi ekki bara við um landsliðsmennina okkar og er þetta alls ekki nýtt af nálinni.

„Vörumerki, áhrifavaldar, þekktir einstaklingar og fleiri hafa verið að nýta sér þetta til að koma sér betur á framfæri og skapa ný atvinnutækifæri fyrir sig. Strákarnir sem ákváðu að keyra til Rússlands á Lödu Sport fengu til að mynda fjölda tilboða um að sýna vörur og koma í samstarf þar sem markaðsfólk sá tækifæri til að nýta sér „bössið“ í kringum þá á skemmtilegan hátt til að kynna vörumerkið. En þegar þetta er allt dregið saman þá er þetta hellingsvinna sem fer í þetta. Þetta er ekki endilega eitthvað sem gerist á einni nóttu eins og hjá Rúrik. Oft þarf að leggja mikla vinnu í að byggja upp fylgjendur og hvort sem einstaklingar gera það sjálfir eða fá sérfræðinga til að aðstoða sig er mikilvægt að ákveða hvert lokamarkmiðið með þessu öllu er og þannig vinna markvisst í að þá þeim markmiðum. Það gæti t.d. verið núna að Rúrik færi að landa stórum styrktarsamningum við þekkt tískuvörumerki. Hver veit,“ segir Sigurður.

Aðspurður af hverju afreksfólk í íþróttum ætti að eyða tíma í að byggja upp samfélagsmiðlana segir Sigurður að það sé gott tækifæri til að ná til fleiri en bara nánustu stuðningsmanna. 

„Því stærri og sterkari samfélagsmiðlar, því betri samningar við styrktaraðila. Markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla er orðin viðurkennt markaðsafl og þá hefur markaðssetning í gegnum áhrifavalda notið mikilla vinsælda.

Sterkir samfélagsmiðlar gefa atvinnufólki tækifæri á að landa stærri styrktarsamningum þar sem þeir eru farnir að bjóða upp á að ná til fólks sem vörumerkin vilja ná til og eru líklegri til að hreyfa við þessum markhópi en ef um hefðbundna auglýsingaherferð væri að ræða.

Vildu til dæmis ekki allir klippa sig eins og David Beckham eða fá sér gat í eyrað eins og Cristiano Ronaldo?

Þetta gefur atvinnufólki sterkari rödd út á við. Með því að vera virkt á samfélagsmiðlum getur atvinnufólk tekið það í sínar hendur að stjórna umræðunni, segja sögur og vekja áhuga á því sem það gerir, sem oftar en ekki er pikkað upp af hefðbundnum miðlum. Fréttafólk í dag fylgist oftar en ekki mjög vel með áhugaverðu íþróttafólki og fær oft hugmyndir að fréttum í gegnum það,“ segir hann. 

Fitting and shooting!

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on May 31, 2018 at 3:58pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda