Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

Jón Örn Michael Þórarinsson og Marta Jóhannesdóttir.
Jón Örn Michael Þórarinsson og Marta Jóhannesdóttir.

Marta Jóhannesdóttir nemi í endurskoðun er stödd í Rússlandi ásamt unnusta sínum, móður, föður, systrum sínum tveimur og mág sínum. Hana hafði lengi dreymt um að fara til Moskvu og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið í Volgograd reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. 

„Okkur hefur alltaf langað að sjá Moskvu og vorum mjög glöð að fá einn leik þar og til þess að styðja strákana því þetta er ótrúlegt afrek hjá þeim og skemmtilegt fyrir okkur,“ segir Marta. 

Þegar Marta var að bóka gistinguna lenti hún í örlitlum vandræðum því allar umsagnir um hótelið voru á rússnesku. Hún ákvað þó að láta vaða en brá töluvert þegar hún áttaði sig á því að það væri verið að gera við gamlar Lödur á hótelinu. 

Hótelið leit vel út á Booking.com.
Hótelið leit vel út á Booking.com.

„Þegar ég var að bóka hótel í Volgograd í desember vildi ég bara hótelið sem var næst miðbænum. Hótelið heitir Stary Kars og leit ágætlega út á myndum. Það er með spa og veitingarstað og á booking.com fær það 7.9. Allar umsagnirnar um það voru reyndar á rússnesku. Það var ekki úr miklu að velja út af HM og ferðaskrifstofur búnar að bóka upp hótel þannig ég dreif mig bara í að bóka. Þegar við komum með leigubílnum hélt ég að leigubílstjórinn væri að ruglast því hann keyrði inn á bílaverkstæði. Ég sá bara gamlar Lödur og bifvélavirkja. Ég var frekar ringluð þegar leigubílstjórinn ítrekaði að þetta væri hótelið okkar. Við fórum út og einn af af bifvélavirkjunum vísaði okkur veginn að innrituninni en hótelið er á annarri hæð  og verkstæðið á þeirri fyrstu. Síðan hjálpaði bifvélavirkinn okkur að innrita okkur með því að nota google translate. Seinna komst ég að því að „stary kars“ þýðir gamlir bílar á rússnesku. En þó mér hafi brugðið fyrst finnst mér þetta vera skemmtilegt hótel núna og gefur manni framandi fíling. Bifvélavirkjarnir bjóða góðan daginn og halda með Rússlandi og Íslandi,“ segir hún létt í bragði. 

Hafið þið lent í einhverju skemmtilegu?

„Við erum að nota yandex appið sem virkar eins og uber. En unnusti minn varð fyrir því óhappi að gleyma símanum sínum í bílnum. Þegar við uppgötuðum að hann væri týndur héldum við að við fengjum símann aldrei aftur. Ég hringdi í símann og bílstjórinn svaraði en við skildum ekkert í rússnesku en við vonuðum að hann kæmi aftur. Innan 10 mín var hann kominn aftur á staðinn sem hann droppaði okkur á.  Við vorum svo glöð að við buðum honum pening fyrir fyrirhöfnina en hann tók það ekki í mál en bað frekar um selfie með okkur, sem við gerðum með glöðu gleði,“ segir hún. 

Hér er Marta ásamt unnusta sínum og systrum sínum, Ernu …
Hér er Marta ásamt unnusta sínum og systrum sínum, Ernu og Agnesi. Sigríður Soffía Böðvarsdóttir móðir þeirra er einnig á myndinni ásamt nokkrum Argentínu-mönnum.

Marta og fjölskylda hennar ætla að sjá fyrstu tvo leiki Íslenska landsliðsins á HM. 

„Við ætlum að vera á fyrstu tveimur. Vorum á leiknum á móti Argentínu og förum á leikinn á móti Nígeríu. Unnusti minn er alþjóðastjórnmálafræðingur með mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni þannig ég vissi strax að við yrðum að fara til „Stalíngrad“ líka, borg sem spilaði mjög stórt hlutverk í að stoppa nasista í seinni heimstyrjöldinni.“

Marta segir að ferðin til Rússlands hafi verið mjög afslöppuð og Moskva hafi komið á óvart á jákvæðan hátt. 

„Moskva er mjög metropolitian og maður finnur til mikils öryggis. Óvopnaðir hermenn sjá um öryggisgæsluna í kringum HM og eru vingjarnlegir. Auk þess er mikið af sjálfboðaliðum til að aðstoða. Maturinn er búin að vera mjög góður en hann er fushion af austri og vestri og þú getur verið í veislumat fyrir litla peninga, kokteill fæst til dæmis á minna en 500 kr,“ segir hún. 

Fjölskyldan er að koma til Rússlands í fyrsta skipti og kunni ekkert í rússnesku nema segja takk. Þau undirbjuggu sig þó vel og hafa verið að lesa sér til um sögu Rússlands. 

„Hér er mikil menningarsaga og Rússland á stóran þátt í heimssögunni. Mér finnst Rússar bara frekar líkir Íslendingum. Þeir eru almennilegir en eru að passa sig að virða persónulegt „space“ hvers og eins. Þeir eru til dæmis strax komnir að aðstoða ef þú virkar ŕáðvilltur en eru ekkert að reyna spjalla mikið við þig af fyrra bragði,“ segir Marta. 

Marta var búin að lesa sér mikið til um Rússland …
Marta var búin að lesa sér mikið til um Rússland áður en þau lögðu af stað í ferðina.
Í matvöruverslunum er eðlilegt verð.
Í matvöruverslunum er eðlilegt verð.
Lestarstöðin í Moskvu er vegleg.
Lestarstöðin í Moskvu er vegleg.
Fjölskyldan hefur borðað töluvert af góðum mat í Rússlandi.
Fjölskyldan hefur borðað töluvert af góðum mat í Rússlandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda