Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður, og Alexandra Helga Ívarsdóttir trúlofuðu sig á Bahamaeyjum um helgina. Þau greindu bæði frá fréttunum á Instagram rétt í þessu. Gylfi og Alexandra hafa notið lífsins á Bahamaeyjum síðan íslenska landsliðið féll úr leik á HM.
Smartland óskar þeim til hamingju með trúlofunina.