Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson og eiginkona hans Stefanía Sigurðardóttir fagna níu ára brúðkaupsafmæli í dag. Birkir Már deildi vel völdum myndum úr hjónabandinu á Instagram í tilefni dagsins.
„Vonandi eigum við að minnsta kosti 60 ár eftir,“ skrifaði Birkir Már meðal annars og óskaði eiginkonu sinni til hamingju með brúðkaupsafmælið. Eins og sjá má á myndum knattspyrnumannsins klæddist Stefanía fallegum rauðum kjól á brúðkaupsdaginn.
Birkir Már þykir harður í vörn íslenska landsliðsins en Stefanía er ekki síður hörð í horn að taka. Á meðan HM í knattspyrnu stóð yfir tjáði hún sig á Twitter þar sem hún gaf þeim einfaldlega puttann sem reyndu að klæmast á umræðunni um neikvæð áhrif eiginkvenna og fjölskyldna leikmanna á mótinu.