Að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt sem hugurinn girnist án þess að það sé nein fyrirstaða er eftirsótt staða. Þessar konur komust á lista yfir eftirsóttustu einhleypu konur landsins. Smartland leitaði til lesenda í gegnum Instagram Story og voru viðbrögðin ákaflega mikil. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi en gefur þó einhverja mynd af framúrskarandi konum sem eru í lausagangi.
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Ágústa Eva er ein eftirsóttasta leikkona landsins og svo syngur hún ákaflega fallega og er í hljómsveitinni Sycamore Tree ásamt Gunna Hilmars. Á dögunum landaði hún risahlutverki hjá HBO sjónvarpsstöðinni og verður hún með annan fótinn í Noregi og Litháen næsta vetur þar sem tökur munu fara fram. Ágústa Eva hefur komið víða við, leikið í íslenskum bíómyndum, sýnt Línu langsokk á sviði oftar en margur annar og verið dómari í Ísland Got Talent.
Kristborg Bóel Steindórsdóttir
Kristborg Bóel ruddist inn á íslenskan bókamarkað í vor þegar hún gaf út bókina Tvöhundruð sextíu og einn dagur sem komst á metsölulista Eymundsson og var þar í nokkrar vikur. Bókin fjallar á einlægan hátt um sambandsslit og hvernig veröldin getur hrunið á korteri þegar fólk hættir saman. Kristborg Bóel er blaðamaður fyrir austan þar sem hún býr.
Þórey Vilhjálmsdóttir
Þórey hefur verið áberandi í íslensku samfélagi um margra ára skeið. Í dag er hún ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent en hún var áður aðstoðarmaður ráðherra og var ein af þeim sem kom V-deginum á koppinn. Þórey er mikil útivistarkona og eyðir öllum sínum frítíma úti í náttúrunni.
Ólöf Skaftadóttir
Ólöf er ritstjóri Fréttablaðsins og þeir sem þekkja hana segja að hún sé hamhleypa til verka og svo er hún líka mikill húmoristi. Þegar Ólöf er ekki að vinna finnst henni skemmtilegt að labba á fjöll og spila á þverflautu. Hún hefur líka mikinn áhuga á samtímalist, matreiðslu og fornbókmenntum.
Agnes Hlíf Andrésdóttir
Agnes er viðskiptastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Agnes er drífandi með leiftrandi húmor. Þar sem Agnes er, þar er stuð.
Sigga Heimis
Sigga er einn frægasti hönnuður Íslands. Hún var hönnunarstjóri hjá Fritz Hanzen og svo hefur hún starfað mikið fyrir sænska móðurskipið IKEA ásamt því að hanna fyrir sitt eigið vörumerki. Sigga á fjölmörg áhugamál og í kringum hana er alltaf líf og fjör.
Edda Björgvinsdóttir
Edda leikkona er þjóðargersemi. Hún hefur fengið landa sína til að hlæja frá sér allt vit með hennar einstaka gríni. Í seinni tíð hefur Edda verið að sýna á sér breiðari hliðar og sýna hvað hún er raunverulega mögnuð leikkona. Hún hlaut til dæmis mikla athygli erlendis fyrir hlutverk sitt í myndinni Undir trénu og eru þeir sem sáu þá mynd sammála að um sannkallaðan stjörnuleik hafi verið að ræða.
Harpa Káradóttir
Harpa er einn flinkasti förðunarmeistari landsins en hún starfar sem bjútíeditor hjá Glamour. Harpa þykir eftirsótt enda ferlega skemmtileg og lifandi mannvera. Harpa hefur gefið úr bók um förðun, bókina Andlit, sem vakti mikla athygli þegar hún kom út.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna er lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún þykir með eindæmum góður kvenkostur. Hún er bæði klár og skemmtileg og ekki síst drífandi. Þar sem Áslaug Arna stígur niður fæti þar er stemning. Þegar hún er ekki að vinna má finna hana á fjöllum, í World Class eða á kaffihúsum borgarinnar.
Þessar voru einnig nefndar:
Eva Dögg Rúnarsdóttir jógakennari
Margrét Hugrún Gústavsdóttir blaðamaður og athafnakona
Ragnheiður Theódórsdóttir
Aldís Amah Hamilton flugfreyja
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe
Helga Árnadóttir eigandi Vero Moda
Áshildur Bragadóttir framkvæmdastjóri
Rósa María Árnadóttir hjá Glamour
Margrét Bjarnadóttir kokkur
Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi