Lesendur Smartlands völdu eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins. Þessir komust á lista en lesendur Smartlands völdu eftirfarandi menn í gegnum Instagram Smartlands Mörtu Maríu:
Rúrik Gíslason
Rúrik er atvinnumaður í fótbolta og vakti heimsathygli á HM í Rússlandi í sumar. Rúrik þykir vera einn af myndarlegustu mönnum veraldar og svo kann hann líka að spila fótbolta. Hann er með 1,3 milljón fylgjendur á Instagram. Hann er töff týpa sem flýgur einungis á fyrsta farrými að mati lesenda.
Ásgeir Trausti
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á lausu. Hann hefur sigrað heiminn með tónlist sinni en síðustu ár hefur hann verið lítið á Íslandi því mestur af hans tíma hefur farið í að túra um heiminn. Hann er með æðislega rödd og heillar konur hvert sem hann kemur.
Aron Pálmarsson
Hanboltastjarnan Aron er á lausu. Hann skrifaði nýlega undir samning við Barcelona sem þykir gott í heimi íþróttanna. Hann er flottur strákur sem kann að njóta lífsins. Alltaf vel til fara og ber af hvert sem hann kemur að mati lesenda.
Sigmar Vilhjálmsson
Sigmar kom sá og sigraði þegar hann var kynnir í Idol stjörnuleit ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni. Í dag rekur Sigmar Keiluhöllina og Shake&Pizza í Egilshöll. Hann þykir manna skemmtilegastur enda liggur honum alltaf mikið á hjarta.
Bjarni Frímann Bjarnason
Bjarni er hljómsveitastjóri og tónlistamaður. Hann byrjaði að stunda tónlistanám einungis fjögurra ára að aldri og hefur allar götur síðan ljáð tónlistinni krafta sína.
Þrátt fyrir ungan aldur tók hann við stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu ári. Sem slíkur gegnir hann veigamiklu og fjölþættu hlutverki hjá hljómsveitinni, fyrst og fremst á stjórnendapallinum, en líka í öðru listrænu starfi hljómsveitarinnar. Lesendur Smartlands segja hann einn með öllu. Fallegan, skemmtilegan og þroskaðan mann sem setur heiðarleika og kærleik inn í flest af því sem hann gerir. „Hún verður heppin sú sem hreppir þennan gullmola,“ skrifaði einn af lesendum Smartlands.
Eiður Smári Guðjonjonsen
Eiður Smári hefur lagt sitt af mörkum í knattspyrnu. Hann er með skemmtilega framkomu og hrókur alls fagnaðar hvert sem hann kemur. Lesendur Smartlands segja að hann haldi sér vel miðað við aldur og líkt og með aðra úr atvinnumesku þá noti hann það sem hann lærði í fótbolta á fleiri svið lífsins.
Björgólfur Takefusa
Björgólfur er hress og flottur strákur. Hann er alltaf brosandi og kemur öðrum í gott skap með sér. Hann er ótrúlega fallegur og vill öðrum vel að mati lesenda. Hann er flottur á myndum, en ómæ þegar þú sérð hann í kjötheimum. „Annar eins maður hefur ekki verið fæddur á þessari jörð,“ skrifaði lesandi.
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur er fagurkeri og fagmaður fram í fingurgóma að mati lesenda. Hann kann að segja nei og er fylginn sér. Smá prófessor en ekki leiðinlegur. Hann vill vita allt um hluti sem er sjarmerandi að mati lesenda. Það er eitthvað við þennan mann sem heillar.
Theodór Ingi Pálmason
Theodor Ingi er enginn venjulegur endurskoðandi að mati lesenda. Hann er uppátækjasamur, en vill hafa öryggi í kringum sig. Klæðir sig einstaklega vel og er öðrum mönnum til fyrirmyndar með það að mati lesenda. „Hann á ekki eftir að vera lengi á lausu,“ skrifaði lesandi.
Róbert Fannar Halldórsson
Róbert Fannar er nýja kynslóðin af frumkvöðli. Hann er opinn og skemmtilegur og þorir að koma fram eins og hann er klæddur. Hann er reyndar alltaf vel klæddur, en hann er ekki einn af þeim sem er að þykjast vera eitthvað annað en hann er. Sætur og skemmtilegur segja lesendur Smartlands.
Elvar Orri Hreinsson
Elvar Orri er sérfræðingur í greningardeild hjá Íslandsbanka. Hann lifir á góðri hreyfingu og er mikill söngfugl í sturtunni en á góðri stund er hann rosalegur söngvari. Hann þykir búa yfir mörgun eftirsóknarverðum kostum eins og til dæmis að vera skapgóður og gefast aldrei upp.
Jón Júlíus Karlsson
Jón Júlíus er einn ástsælasti golflýsandi þjóðarinnar, en hann er fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV og framkvæmdastjóri Aftureldingar. Hann fór mikinn þegar hann lýsti Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum og er mikill snyrtipinni. Þess má geta að Jón Júlíus býr í miðbænum og hefur sérstaklega gaman af íþróttum.
Kristófer Acox
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox er eftirsóknaverður um víða veröld þegar kemur að hæfni sinni í körfubolta. Hann hefur spilað með KR á síðustu leiktíð en hefur nýverið gert samning um að fara að spila í Frakklandi. Hann þykir metnaðarfullur, skemmtilegur og framsýnn. „Hann á frábæra mömmu og virðist hafa tekið úr uppeldinu fallega sýn á sterkar konur,“ skrifar lesandi.
Þessir voru einnig nefndir:
Snorri Björns ljósmyndari
Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarmaður og rithöfundur
Árni Sæberg ljósmyndari
Snorri Björn Sturluson lögmaður
Magnús Júlíusson, orkumiðlari og verkfræðingur
Jörundur Ragnarsson leikari
Arnór Pálmi Arnarsson leikstjóri
Hugleikur Dagsson grínteiknari