Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari og Aron Karlsson gengu í hjónaband á laugardaginn. Athöfnin fór fram í Langholtskirkju og var það séra Hjörtur Magni Jóhannsson sem gaf brúðhjónin saman. Hjónin völdu Langholtskirkju því þau horfa á hana út um gluggann á hverjum degi.
„Dagurinn var fullkominn í alla staði, við fjölskyldan nutum dagsins saman. Ég hef alltaf hrifist af 60's-stílnum, og kjóllinn var í anda þess tímabils, stuttur og með slör. Saga Sig tók ljósmyndirnar, Rúna Magdalena hjá Hárgalleríi greiddi mér og Alexander Sigurður Sigfússon hjá Reykjavík Makeup School sá um förðun,“ segir Nína og bætir við:
„Páll Rósinkrans og Óskar Einarsson spiluðu Perfect day eftir Lou Reed, Ást sem endist eftir Pál Óskar og Stand by me eftir Ben E. King en þessi lög eru okkur hjartnæm. Teitur Þorkelsson vinur okkar keyrði Bens-gullvagninn, sem við fengum að láni hjá Þorvaldi Steinþórssyni vini okkar,“ segir hún.
Eftir athöfnina fóru hjónin út að borða ásamt börnum sínum á Kolabrautina í Hörpu. Síðan þá leiðin til Lundúna.
„Við erum núna í London sem ég held mikið upp á en ég var mikið hérna þegar ég var að módelast og elska því að koma hingað.“
Hjónin eru á leið til Capri á Ítalíu þar sem þau stunda viðskipti fyrir fyrirtæki sitt, marmari.is. Þau verða þó ekki bara í vinnuferð heldur ætla að njóta lífsins.