Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens, og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur.
Það má segja að það sé aldrei lognmolla í kringum þessa rokkstjörnu Íslands því í dag kom út ljóðabókin Rof þar sem Bubbi slær á alveg nýja strengi.
Hann verður einmitt gestur í þættinum Með Loga á fimmtudaginn í Sjónvarpi Símans Premium en í stiklu sem birtist á mbl.is í morgun sagði Bubbi frá því að hann hefði upplifað meira en margir aðrir sem krakki.