Þegar fregnir heyrðust af framhjáhaldi Danny Amendola var fokið í flest skjól. Getur ein fallegasta kona veraldar lent í framhjáhaldi eins og við hinar? Greinilega.
Fyrirsætan og leikkonan Olivia Culpo er ekki sátt ef marka má Hollywood Gossip sem fjallar um málið. Culpo og íþróttamaðurinn Amendola höfðu verið kærustupar um tíma. En það hélt ekki aftur af honum að reyna við aðra konu í Miami nýverið á meðan Culpo var að vinna í Ástralíu.
Þau hafa nú skilið að skiptum.
Samkvæmt fjölmiðlum voru þau ekki á sömu síðu þegar kom að sambandinu. Hún taldi það alvarlegt og var ástfangin á meðan hann hélt að það væri opið og hann gæti ástundað það sem hann vildi í sambandinu.
Samningur á milli para í sambandi er greinilega nauðsynlegur. Það virðist eiga við fallegustu konur í heimi líka.