Biggest Loser þjálfari genginn út

Evert Víglundsson, þjálfari í Biggest Loser Ísland.
Evert Víglundsson, þjálfari í Biggest Loser Ísland.

Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur. 

Parið geislaði af fegurð og þokka í dag eins og sést á myndunum en hægt er að fylgjast með brúðkaupinu í „beinni“ undir #evertogrury.

Evert varð heimsfrægur á Íslandi þegar hann tók að sér að þjálfa keppendur í Biggest Loser Ísland ásamt Guðríði Torfadóttur. Þættirnir voru sýndir í Sjónvarpi Símans og var Inga Lind Karlsdóttir kynnir. Auk þess er hann yfirþjálfari og eigandi Crossfit Reykjavík. 

Hjónin eru í fantaformi eins og sést á myndunum en það var þó ekkert megrunarfræði í boði í brúðkaupinu heldur nautakjöt og béarnaise-sósa og í eftirrétt var boðið upp á pavlovu, ís og súkkulaði. Auk þess vor dýrindis forréttir. 

Smartland óskar Evert og Þuríði til hamingju með ástina og þennan áfanga! 

View this post on Instagram

#Justmarried #evertogrury

A post shared by Sigrún Pétursdóttir (@sigrunhp) on Nov 17, 2018 at 11:07am PST

View this post on Instagram

Fögnum ástinni ❤️#evertogrury

A post shared by bfsteingrims (@bfsteingrims) on Nov 17, 2018 at 11:06am PST

Inga Lind Karlsdóttir, Evert Víglundsson og Guðríður Torfadóttir.
Inga Lind Karlsdóttir, Evert Víglundsson og Guðríður Torfadóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda