Þótt Einar Bárðarson hafi verið reglulega í fréttum í 20 ár hefur líklega aldrei verið fjallað jafn mikið um hann og akkúrat í þessari viku. Einar Bárðarson á sér mörg líf og hefur komið víða við eins og sést á myndum úr myndasafni Morgunblaðsins.
Fyrir 20 árum kom lagið Farin út með Skítamóral en lagið samdi Einar Bárðarson. Einar hóf ferilinn í tónlistarbransanum og samdi meðal annar Eurovision-lagið Birta. Hann var einnig guðfaðir stúlknahljómsveitarinnar Nylon.
Einar hefur meðal annars haldið útihátíðir, rekið útvarpsstöð og auglýsingastofu, verið skemmtanastjóri á ballstöðum, starfað sem almannatengill auk þess sem Einar er fyrrverandi rekstrarstjóri Reykjavík Excursions og forstöðumaður Höfuðborgarstofu.
2001
2002
2004
2005
2007
2009
2015