Dreymir þig um að gefa öllum sem þú þekkir eitthvað dásamlegt í jólagjöf en veist ekki alveg hvað það á að vera? Ef þú ert strand eða langar bara í andlega skemmtun þá er svarið hér. Við fyrstu er svolítið eins og fólk sé komið til Svíþjóðar en þar eru margar svipaðar krúttbúðir sem selja ilmkerti, sápur, hörhandklæði, leðursvuntur, falleg bollastell, lampa, risastór útikerti og viskastykki svo eitthvað sé nefnt.
Það má því segja að verslunin mixmix Reykjavík sé eitt best geymda jólagjafaleyndarmálið í dag en hún er rekin í bílskúr við Langholtsveg. Auðvitað er hægt að fara og njóta allan ársins hring en á akkúrat á þessu augnabliki eru margir af bugast vegna jólagjafahugmyndaleysis og þurfa hjálp.
Það fer ekki mikið fyrir búðinni þegar rennt er eftir götunni í bifreið og því ekki úr vegi að fara að leita að stæði þegar þú kemur að húsinu númer 62.
Þegar inn er komið tekur heill heimur við og hvert sem litið er er eitthvað fallegt að sjá. Fagurkerar og neysludrifnir einstaklingar gætu fengið smá aukahjartaslag - svo margt sniðugt er að sjá. Allt í þessu rými er notað sem pláss fyrir dót. Inni á baði eru til dæmis baðvörur og í eldhúsinu, sem er opið inni í rýminu, eru bollastellum, uppþvottaburstum og öllu því helsta raðað upp og ægir öllu saman. Fólk með mikinn athyglisbrest verður að passa sig að missa ekki fókusinn þegar í búðina er komið.
Í gamla daga var trésmíðaverkstæði á þessum stað og síðar verksmiðja Maxí Popp sem framleiddi popp fyrir öll bíóhús borgarinnar.
Fyrir þá sem eru ráðþrota og að bugast í jólastressi þá eru nokkrar góðar jólagjafahugmyndir hér: