Jóna Vestfjörð Hannesdóttir meðeigandi Seimei og Hólmar Örn Eyjólfsson gengu í hjónaband í gær. Hún var glæsileg til fara í brúðkaupinu. Hún klæddist brúðarkjól frá Pronovias og var í skóm við frá Jimmy Choo.
Pronovias kennir sig við spænsku borgina Barcelona og er merkið eitt þekktasta brúðarkjólamerki heims. Það hannar ekki bara brúðarkjóla heldur alla fylgihluti fyrir brúðkaupið ásamt kjólum á brúðarmeyjar og kokkteil-kjóla í stórum stíl. Fyrirtækið var stofnað 1964 og í dag er Hervé Moreau listrænn stjórnandi fyrirtækisins.