Hjónin Védís Hervör Árnadóttir og Þórhallur Bergmann hafa sett íbúð sína við Smáragötu á sölu. Íbúðin er meira en sjarmerandi.
Um er að ræða 97 fm íbúð á jarðhæð sem stendur í húsi sem byggt var 1931. Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými og er hægt að labba beint út í garð.
Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og baðherbergið var nýlega endurnýjað. Heimili Védísar Hervarar og Þórhalls er smekklegt eins og sést á myndunum.