Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir er komin í samband. Hún birti nýverið fallega mynd af sér og kærastanum sem er frá Kanada. „Hann fær mig til að hlæja daglega. Lífið með honum er ævintýri líkast. Heimurinn er betri í hans örmum,“ skrifar Linda við myndina á Instagram.
Linda fékk heillaóskir frá vinum og aðdáendum víða um heim þegar hún birti myndina og það ekki talið verra að maðurinn sé frá Kanada. „Akkúrat og þess utan í Landhelgisgæslunni,“ skrifar Linda um manninn í lífi sínu.
Linda hefur sjálf verið búsett í Kanada á undanförnum árum og heldur úti heimasíðu þar sem hún gefur góð lífsstílsráð, selur fatnað og fleira.
Sambandið er ekki alveg glænýtt þar sem Linda fagnaði áramótunum með því að birta mynd af þeim saman og titlaði hann þá besta vin sinn.