Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is.
Selma hefur þótt einn álitlegasti kvenkostur landsins og raðað sér á lista yfir eftirsóttustu einhleypu konur landsins. Sem er ekkert skrýtið, hún er frábær listamaður og mikill húmoristi.
Smartland hefur heimildir fyrir því að parið hafi verið að hittast síðan í lok síðasta árs og farið saman brosandi og sæl inn í nýja árið.