„Liðsfélagar í gegnum súrt og sætt“

Hólmar Örn Eyjólfsson og Jóna Vestfjörð á brúðkaupsdaginn sinn.
Hólmar Örn Eyjólfsson og Jóna Vestfjörð á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósmynd/Íris Dögg

Lög­fræðing­ur­inn Jóna Vest­fjörð og knatt­spyrnumaður­inn Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son hitt­ust í byrj­un árs 2010 og hafa verið óaðskilj­an­leg síðan. Þau giftu sig í fyrra og upp­lifðu ein­staka stund með vin­um og vanda­mönn­um.

„Fimm mánuðum eft­ir að við hitt­umst byrjuðum við að búa sam­an og höf­um verið nokkuð óaðskilj­an­leg síðan.“

Parið gifti sig 22. des­em­ber árið 2018. Jóna seg­ir hjóna­band skipta máli – sér í lagi ef fólk hef­ur hug á að eyða æv­inni sam­an sem liðsfé­lag­ar í gegn­um súrt og sætt. „Mér finnst það að vera gift mjög róm­an­tískt en að sjálf­sögðu mjög stór ákvörðun sem maður tek­ur von­andi ein­ung­is einu sinni um æv­ina.“

Hún seg­ir óróm­an­tíska lög­fræðing­inn innra með sér einnig huga að því sem er praktískt. „Rétt­arstaða sam­búðarfólks á Íslandi er alls ekki sam­bæri­leg og því er mik­il­vægt að huga vel að þess­um atriðum.“

Ljós­mynd/Í​ris Dögg

Fengu dá­sam­legt veður

„Brúðkaupið var ynd­is­legt í alla staði. Við gift­um okk­ur í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík, en séra Hjálm­ar Jóns­son gaf okk­ur sam­an. Við feng­um dá­sam­legt veður en það var al­veg bjart yfir dag­inn og al­gjört logn. Við gát­um ekki verið heppn­ari með veður. Veisl­an var svo hald­in í Ný­l­ista­safni Reykja­vík­ur í Mars­hall-hús­inu úti á Granda þar sem við skemmt­um okk­ur fram eft­ir með nán­ustu fjöl­skyldu og vin­um. Við hjón­in vor­um sein­ust út, okk­ur fannst það gam­an! Við læst­um hús­inu! Vin­ir okk­ar voru veislu­stjór­ar og voru með allt und­ir sinni góðu stjórn. Við þurft­um ekk­ert að spá eða gera og græja þenn­an dag. Þetta var æðis­leg­ur dag­ur sem leið alltof hratt en við mun­um aldrei gleyma!“

Hvar keypt­irðu kjól­inn?

„Ég fékk brúðar­kjól­inn frá spænska merk­inu „Pronovi­as“. Ég keypti kjól­inn í Sofíu, Búlgaríu, þar sem við búum í augna­blik­inu. Hann var mjög mikið í mín­um anda, ef svo má segja en hann var bara ná­kvæm­lega eins og ég vildi hafa hann.“

Leif­ur á Mars­hall sá um all­an mat og eft­ir­rétt í veisl­unni. „Við feng­um svo Brikk til þess að gera litla brúðkaup­stertu auka­lega, en hún var virki­lega góð!“

Hann var í sérsaumuðum fötum frá Suitup Reykjavík.
Hann var í sérsaumuðum föt­um frá Suitup Reykja­vík. Ljós­mynd/Í​ris Dögg

Ítalskt þema í veisl­unni

Það er greini­legt að hún ber mikið traust til Leifs sem hef­ur gert bæði La Prima­vera og veit­ingastaðinn Mars­hall vin­sæla hér á landi. „Leif­ur er að okk­ar mati, einn besti kokk­ur og veit­ingamaður lands­ins! Það var ít­alskt þema hjá okk­ur tengt matn­um í brúðkaup­inu. Tóm­at­sal­at, parma­skinka, ólív­ur og pesto, steikt­ir ætiþistilklatt­ar, hæg­elduð bleikja, kjúk­linga­bring­ur, salt­fisksal­at og nauta­lund með rucola og salsa ver­de var meðal ann­ars á boðstól­um. Vínið var sömu­leiðis ít­alskt og eft­ir­rétt­ar­drykk­ur­inn líka eða Limoncello. Barþjón­arn­ir Daní­el Jón og Finn­ur sáu svo um að hrista kokkteila ofan í gest­ina fram eft­ir kvöldi.“

Brúðhjón­in fengu Írisi Dögg ljós­mynd­ara til að mynda dag­inn fyr­ir sig sem hún gerði stór­kost­lega. „Hún var frá­bær í alla staði. Hún myndaði dag­inn al­veg frá byrj­un en okk­ur þótti það ótrú­lega skemmti­legt, sér­stak­lega eft­ir á að geta skoðað mynd­irn­ar. Við feng­um ekki bara ynd­is­leg­ar mynd­ir af okk­ur og dótt­ur okk­ar, held­ur líka dá­sam­leg­ar mynd­ir af brúðkaups­gest­un­um sem er svo ótrú­lega dýr­mætt að eiga. Hún náði stemn­ing­unni al­veg á mynd og hún hef­ur af­skap­lega gott auga fyr­ir smá­atriðum. Ég verð að fá að hrósa henni mjög fyr­ir þenn­an dag og henn­ar vinnu!“

Gest­ir í brúðkaup­inu voru 125 tals­ins sem þeim þótti hæfi­leg tala.

Rétti aðil­inn skipt­ir öllu máli

Jóna seg­ir að maður geti stressað sig og haft áhyggj­ur af al­gjör­um smá­atriðum sem skipta til lengri tíma engu máli. „Það eina sem skipt­ir máli er að maður sé með rétt­an aðila fyr­ir fram­an sig í kirkj­unni og góða fjöl­skyldu og vini til að halda upp á ást­ina með! Annað er bara bón­us!“

Hún seg­ir klár­lega áskor­un að skipu­leggja brúðkaup hér heima og búa er­lend­is. „Það gekk þó al­veg upp enda með gott fólk að aðstoða mig. Krist­ín blóma­skreyt­ir hjá Græn­um markaði sá um all­ar skreyt­ing­arn­ar hjá okk­ur þannig að það auðveldaði tölu­vert!“

Brúðarvöndurinn var fallegur.
Brúðar­vönd­ur­inn var fal­leg­ur. Ljós­mynd/Í​ris Dögg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda