„Liðsfélagar í gegnum súrt og sætt“

Hólmar Örn Eyjólfsson og Jóna Vestfjörð á brúðkaupsdaginn sinn.
Hólmar Örn Eyjólfsson og Jóna Vestfjörð á brúðkaupsdaginn sinn. Ljósmynd/Íris Dögg

Lögfræðingurinn Jóna Vestfjörð og knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson hittust í byrjun árs 2010 og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau giftu sig í fyrra og upplifðu einstaka stund með vinum og vandamönnum.

„Fimm mánuðum eftir að við hittumst byrjuðum við að búa saman og höfum verið nokkuð óaðskiljanleg síðan.“

Parið gifti sig 22. desember árið 2018. Jóna segir hjónaband skipta máli – sér í lagi ef fólk hefur hug á að eyða ævinni saman sem liðsfélagar í gegnum súrt og sætt. „Mér finnst það að vera gift mjög rómantískt en að sjálfsögðu mjög stór ákvörðun sem maður tekur vonandi einungis einu sinni um ævina.“

Hún segir órómantíska lögfræðinginn innra með sér einnig huga að því sem er praktískt. „Réttarstaða sambúðarfólks á Íslandi er alls ekki sambærileg og því er mikilvægt að huga vel að þessum atriðum.“

Ljósmynd/Íris Dögg

Fengu dásamlegt veður

„Brúðkaupið var yndislegt í alla staði. Við giftum okkur í Dómkirkjunni í Reykjavík, en séra Hjálmar Jónsson gaf okkur saman. Við fengum dásamlegt veður en það var alveg bjart yfir daginn og algjört logn. Við gátum ekki verið heppnari með veður. Veislan var svo haldin í Nýlistasafni Reykjavíkur í Marshall-húsinu úti á Granda þar sem við skemmtum okkur fram eftir með nánustu fjölskyldu og vinum. Við hjónin vorum seinust út, okkur fannst það gaman! Við læstum húsinu! Vinir okkar voru veislustjórar og voru með allt undir sinni góðu stjórn. Við þurftum ekkert að spá eða gera og græja þennan dag. Þetta var æðislegur dagur sem leið alltof hratt en við munum aldrei gleyma!“

Hvar keyptirðu kjólinn?

„Ég fékk brúðarkjólinn frá spænska merkinu „Pronovias“. Ég keypti kjólinn í Sofíu, Búlgaríu, þar sem við búum í augnablikinu. Hann var mjög mikið í mínum anda, ef svo má segja en hann var bara nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann.“

Leifur á Marshall sá um allan mat og eftirrétt í veislunni. „Við fengum svo Brikk til þess að gera litla brúðkaupstertu aukalega, en hún var virkilega góð!“

Hann var í sérsaumuðum fötum frá Suitup Reykjavík.
Hann var í sérsaumuðum fötum frá Suitup Reykjavík. Ljósmynd/Íris Dögg

Ítalskt þema í veislunni

Það er greinilegt að hún ber mikið traust til Leifs sem hefur gert bæði La Primavera og veitingastaðinn Marshall vinsæla hér á landi. „Leifur er að okkar mati, einn besti kokkur og veitingamaður landsins! Það var ítalskt þema hjá okkur tengt matnum í brúðkaupinu. Tómatsalat, parmaskinka, ólívur og pesto, steiktir ætiþistilklattar, hægelduð bleikja, kjúklingabringur, saltfisksalat og nautalund með rucola og salsa verde var meðal annars á boðstólum. Vínið var sömuleiðis ítalskt og eftirréttardrykkurinn líka eða Limoncello. Barþjónarnir Daníel Jón og Finnur sáu svo um að hrista kokkteila ofan í gestina fram eftir kvöldi.“

Brúðhjónin fengu Írisi Dögg ljósmyndara til að mynda daginn fyrir sig sem hún gerði stórkostlega. „Hún var frábær í alla staði. Hún myndaði daginn alveg frá byrjun en okkur þótti það ótrúlega skemmtilegt, sérstaklega eftir á að geta skoðað myndirnar. Við fengum ekki bara yndislegar myndir af okkur og dóttur okkar, heldur líka dásamlegar myndir af brúðkaupsgestunum sem er svo ótrúlega dýrmætt að eiga. Hún náði stemningunni alveg á mynd og hún hefur afskaplega gott auga fyrir smáatriðum. Ég verð að fá að hrósa henni mjög fyrir þennan dag og hennar vinnu!“

Gestir í brúðkaupinu voru 125 talsins sem þeim þótti hæfileg tala.

Rétti aðilinn skiptir öllu máli

Jóna segir að maður geti stressað sig og haft áhyggjur af algjörum smáatriðum sem skipta til lengri tíma engu máli. „Það eina sem skiptir máli er að maður sé með réttan aðila fyrir framan sig í kirkjunni og góða fjölskyldu og vini til að halda upp á ástina með! Annað er bara bónus!“

Hún segir klárlega áskorun að skipuleggja brúðkaup hér heima og búa erlendis. „Það gekk þó alveg upp enda með gott fólk að aðstoða mig. Kristín blómaskreytir hjá Grænum markaði sá um allar skreytingarnar hjá okkur þannig að það auðveldaði töluvert!“

Brúðarvöndurinn var fallegur.
Brúðarvöndurinn var fallegur. Ljósmynd/Íris Dögg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál