Jón Ásgeir Jóhannesson, oft kenndur við Bónus, segir frá því að hann og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, hafi kynnst á ráðstefnu í útlöndum og þar með hafi ekki verið aftur snúið. Þetta mun hann ræða í þættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld.
Hann segir að það hafi ekki verið eitthvað Bónus og Hagkaup að sameinast heldur hafi ástin leitt þau áfram. Parið gekk í hjónaband í nóvember 2007 var ekkert til sparað en það sem vakti athygli var að Ingibjörg var með svartan brúðarvönd.
En hverjir voru í brúðkaupinu? Á timarit.is má finna mola úr Fréttablaðinu þar sem farið er yfir gestalistann. Samkvæmt honum voru Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir í brúðkaupinu, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit, Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson, Hannes Smárason, Lárus Welding, Þorsteinn M. Jónsson, Magnús Scheving, Pálmi Haraldsson, Ragnhildur Gísladóttir og Birkir Kristinsson svo einhverjir séu nefndir.
HÉR er hægt að skoða myndir úr brúðkaupinu.