Reif sig úr að ofan í 70 ára afmælinu

00:00
00:00

Tóm­as Tóm­as­son, eða Tommi eins og hann er kallaður, veit­ingamaður varð 70 ára á dög­un­um og var slegið upp mik­illi veislu í Gamla bíói í til­efni dags­ins. Um 200 manns fögnuðu með hon­um þess­um stóra áfanga og í veisl­unni voru mik­il­væg­ustu augna­blik­in í lífi Tomma rifjuð upp. 

Þeir sem þekkja Tomma vita að hann er eng­um lík­ur. Hann var til dæm­is fyrsti maður­inn til að stökkva teygju­stökk á Íslandi og svo er hann planka­meist­ari Íslands en hann get­ur plankað í heil­ar 11 mín­út­ur. 

Ekk­ert var til sparað í af­mæl­inu. Kjart­an Örn Sig­urðsson var veislu­stjóri en Re­bekka Aust­mann leik­mynda- og bún­inga­hönnuður skipu­lagði af­mælið ásamt Agnesi Kristjóns­dótt­ur en þær reka fyr­ir­tækið VoR viðburðir. All­ur mat­ur í veisl­unni kom frá Lauga­ási og en svo var að sjálf­sögðu boðið upp á ham­borg­ara frá Ham­borg­ara­búllu Tóm­as­ar. 

Fyrsta atrði kvölds­ins var ís­lenska út­gáf­an af Shooth Crim­inal með Michael Jackson en þar dansaði Tommi við ís­lensku út­gáf­una sem sam­in var Braga Valdi­mar Skúla­syni sem er oft kennd­ur við Baggal­út. Dans­inn samdi Heiða Ingimars­dótt­ir. Eins og sjá á mynd­band­inu var stemn­ing­in óborg­an­leg. 

Tómas Tómasson og Helgi Björnsson.
Tóm­as Tóm­as­son og Helgi Björns­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda