Tómas Tómasson, eða Tommi eins og hann er kallaður, veitingamaður varð 70 ára á dögunum og var slegið upp mikilli veislu í Gamla bíói í tilefni dagsins. Um 200 manns fögnuðu með honum þessum stóra áfanga og í veislunni voru mikilvægustu augnablikin í lífi Tomma rifjuð upp.
Þeir sem þekkja Tomma vita að hann er engum líkur. Hann var til dæmis fyrsti maðurinn til að stökkva teygjustökk á Íslandi og svo er hann plankameistari Íslands en hann getur plankað í heilar 11 mínútur.
Ekkert var til sparað í afmælinu. Kjartan Örn Sigurðsson var veislustjóri en Rebekka Austmann leikmynda- og búningahönnuður skipulagði afmælið ásamt Agnesi Kristjónsdóttur en þær reka fyrirtækið VoR viðburðir. Allur matur í veislunni kom frá Laugaási og en svo var að sjálfsögðu boðið upp á hamborgara frá Hamborgarabúllu Tómasar.
Fyrsta atrði kvöldsins var íslenska útgáfan af Shooth Criminal með Michael Jackson en þar dansaði Tommi við íslensku útgáfuna sem samin var Braga Valdimar Skúlasyni sem er oft kenndur við Baggalút. Dansinn samdi Heiða Ingimarsdóttir. Eins og sjá á myndbandinu var stemningin óborganleg.