Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tók þyrlu á milli staða um …
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tók þyrlu á milli staða um helgina.

Það var ekki bara Eurovisi­on í gangi um helg­ina þar sem fólk klæddi sig upp í BDSM-föt­in sín held­ur voru tvö fimm­tugsaf­mæli hald­in á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólf­ur Thor mætti í bæði af­mæl­in og tók þyrlu á milli staða. 

Fyrra af­mælið sem Björgólf­ur Thor mætti í ásamt eig­in­konu sinni, Krist­ínu Ólafs­dótt­ur, hófst klukk­an tíu á laug­ar­dags­morg­un með því að Karla­kór­inn Fóst­bræður söng fyr­ir af­mæl­is­barnið, Heiðu Magnús­dótt­ur, fyr­ir utan Ásmund­ar­sal. Heiða og Sig­ur­björn Þorkels­son, eig­inmaður henn­ar, reka Ásmund­ar­sal og fjár­fest­inga­fé­lagið Fossa.

Mikið var lagt í af­mæli og allt var vandað og fínt eins og Heiðu einni er lagið. Þemað var Tunglið og tók hún á móti gest­um í silf­ur­lituðum sam­fest­ing merkt­um Nasa. 

Um óvissu­af­mæli var að ræða sem inni­hélt göngu­ferð í Hval­f­irði og svo endaði kvöldið í Kjós þar sem boðið var upp á glæsi­leg­ar veit­ing­ar og mikla stemn­ingu. En það er alltaf erfitt að þurfa að vera á mörg­um stöðum í einu og til þess að geta verið alls staðar pantaði Björgólf­ur Thor þyrlu til þess að kom­ast í af­mælið hjá Hilm­ari Björns­syni yf­ir­manni íþrótta­deild­ar RÚV. 

Þyrl­an vakti að sjálf­sögðu mikla at­hygli og fór þessi ferð ekki fram hjá nein­um.

Aðalheiður Magnúsdóttir eða Heiða eins og hún er kölluð, Sigurbjörn …
Aðal­heiður Magnús­dótt­ir eða Heiða eins og hún er kölluð, Sig­ur­björn Þorkels­son, Erla Sveins­dótt­ir, Björn Borg og Samú­el Jó­hanns­son. Þessi mynd var tek­in í janú­ar á opn­un í Ásmun­ar­sal. Elsa Katrín Ólafs­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda