Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson gekk að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttur um helgina. Hjónin gengu í það heilaga í Fríkirkjunni. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson gaf þau saman.
Eins og sést á myndunum voru hjónin glæsileg. Hann í svörtum jakkafötum og hún í glæsilegum hvítum kjól með hlýrum. Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina og lífið.
Dýri sýndi hvað í honum býr í veislunni og lék listir sínar á hestinum.