Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið # eða #kobygram.
Koby var að sjálfsögðu með í brúðkaupinu og flaug með þeim í einkaþotu til Ítalíu en hjónin eru búsett í Bretlandi.
Árlega halda þau upp á afmæli Koby með köku og skreytingum og því sem er viðeigandi hverju sinni. Eins og sést á Instagram hjá þeim báðum er Koby mikið uppáhald.