Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta er báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni.
Dýri og Ingibjörg Sveinsdóttir gengu í hjónaband 25. maí og njóta nú hveitibrauðsdaganna á þessum glæsilega hveitibrauðsdagastað sem Maldíveyjar eru. Staðurinn er vinsæll meðal brúðhjóna og því er ekki að undra að Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir, sem gengu í hjónaband um þarsíðustu helgi, hafi valið þann stað fyrir brúðkaupsferð sína.
Gylfi Þór og Alexandra Helga eru þó ekki einu landsliðshjónin sem hafa farið í brúðkaupsferð til Maldíveyja því Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir nutu hveitibrauðsdaganna þar.