Eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins

Sumarið er tíminn til að finna ástina og þá er ágætt að vita hverjir eru áhugaverðustu einhleypu menn Íslands. Eins og sést á listanum eru ansi margir góðir menn í lausagangi.

Árni Hauksson fjárfestir

Árni hefur verið áberandi í þjóðlífinu en hann var kvæntur Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu og framleiðanda en þau fóru í sitthvora áttina í byrjun þessa árs. Árni rekur fjárfestingafélagið Vogabakka en nýlega keypti Árni hlut í Kjarnanum ásamt Hallbirni Karlssyni. 

Árni Hauksson fjárfestir.
Árni Hauksson fjárfestir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Hansson leikari og útvarpsstjarna

Gunnar er einna þekktastur fyrir karakter sinn, Frímann Gunnarsson, sem er mikið snyrtimenni og sérvitringur. Gunnar sjálfur er menntaður leikari og hefur leikið í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta en nú geta hlustendur Rásar 1 notið þess að hlusta á hann. 

Gunnar Hansson.
Gunnar Hansson. Styrmir Kári

Greipur Gíslason verkefnastjóri

Greipur er maður menningarinnar enda hefur hann haft það að atvinnu að skipuleggja menningarviðburði og hanna atburðarrásir. Greipur er mikill smekkmaður sem kann að njóta lífsins. 

Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur

Haraldur Örn er maður fjallanna enda búinn að hafa brennandi áhuga á útivist síðan hann var unglingur. Hann er stofnandi Fjallafélagsins ehf en hann er kannski þekktastur fyrir ferð sína á Norðurpólinn en um þess lífsreynslu skrifaði hann um í bókinni Einn á ísnum. Hann hefur síðan þá haldið í aðra leiðangra eins og á Mt. Everest, Suðurpólinn, Mt Blanc og Kilimanjaro. Haraldur Örn er hreystið uppmálað. 

Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur.
Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur.

Björgvin Karl Guðmundsson Cross-fit kappi

Björgvin Karl er einn fremsti íþróttamaður okkar Íslendinga í dag. Hann er 27 ára og búsettur í Hveragerði en ferðast mikið til þess að keppa á Cross-fit-mótum víða um heim. Björgvin Karl hefur þrisvar sinnum keppt á heimsleikunum í Cross-fit og hefur öðlast keppnisrétt í fjórða sinn. 

Björgvin Karl Guðmundsson er þaulvanur stórmótum en keppir nú í …
Björgvin Karl Guðmundsson er þaulvanur stórmótum en keppir nú í fyrsta sinn á slíku á Íslandi.

Pétur Þór Halldórsson eigandi S4S

Pétur Þór rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið og skor.is svo einhverjar verslanir séu nefndar. Hann er mikill ævintýramaður sem hefur gaman að útivist af öllu tagi hvort sem um sæketti, fjallgöngur eða almenn ferðalög sé að ræða. 

Pétur Þór Halldórsson.
Pétur Þór Halldórsson.

Magnús Leifsson leikstjóri 

Magnús er einn vinsælasti leikstjóri landsins en hann hefur leikstýrt fjölmörgum myndböndum upp á síðkastið með íslenskum röppurum. Einnig hefur hann leikstýrt fjölda auglýsinga. Magnús þykir skemmtilegur og hugmyndaríkur. 

Magnús Leifsson.
Magnús Leifsson.

Davíð Þorláksson lögfræðingur 

Davíð for­stöðumaður sam­keppn­is­hæfnisviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og lögfræðingur þykir ákaflega skemmtilegur og mikill húmoristi. Hann er vinamargur og kann að njóta lífsins. 

Davíð Þorláksson.
Davíð Þorláksson.

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi og jógakennari

Heiðar Logi er eftirsóttur ævintýramaður. Hann kennir jóga á Deplum og svo er hann þekktur brimbrettakappi. Heiðar Logi iðar af ferskleika og lætur ekkert stoppa sig. 

Heiðar Logi Elíasson.
Heiðar Logi Elíasson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Siggi Gunnars dagskrárstjóri K100 

Siggi er enginn venjulegur maður. Hann stofnaði sína fyrstu útvarpsstöð þegar hann var 12 ára og hefur síðan þá verið viðriðinn útvarpsgeirann. Hann iðar af lífi og fjöri og sér til þess að það sé skemmtilegt að vera nálægt honum. Hann vinnur kerfisbundið í því að hækka í gleðinni og er nú með þáttinn Sumarsíðdegi Sigga Gunnars sem er á dagskrá frá 14.00-18.00. 

Siggi Gunnars.
Siggi Gunnars.

Gunnar Þorsteinsson trúarfrömuður

Gunnar sem er oft er kenndur við Krossinn er einhleypur eftir að hann og Jónína Benediktsdóttir fóru í sitthvora áttina. Hann hefur síðustu ár verið búsettur í Hveragerði. Gunnar er á besta aldri og þykir einstakt ljúfmenni. 

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.

Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður

Þjóðin elskar Friðrik Ómar eftir að hafa fengið að njóta tónlistar hans um árabil. Friðrik Ómar er á bullandi lausu eftir að hafa hætt með fyrri maka í fyrra. Hann er ekki bara sjarmerandi og skemmtilegur heldur býr hann einstaklega vel eins og áhorfendur Heimilislífs fengu að kynnast í vetur. 

Friðrik Ómar Hjörleifsson.
Friðrik Ómar Hjörleifsson. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda