Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

Díana prinsessa 17. júní árið 1997.
Díana prinsessa 17. júní árið 1997. AFP

Við vitum það kannski öll en Díana prinsessa, mamma þeirra Vilhjálms og Harrys Bretaprinsa var engin venjuleg prinsessa. Hún fæddist 1. júlí árið 1961 og lést 31. ágúst 1997. Hún hefði því orðið 58 ára í vikunni. Hér eru nokkrar staðreyndir sem tímaritið Harper's Bazaar tók saman í tilefni af því.

Hún var fjórða yngsta systkinið af fimm

Díana prinsessa átti tvær systur, Söruh og Jane, og yngri bróðurinn Charles Spencer. Eldri bróðir hennar John Spencer dó nokkrum klukkustundum eftir að hann fæddist, einu og hálfu ári áður en Díana fæddist.

Foreldrar hennar skildu þegar hún var 7 ára

Foreldrar Díönu, Frances Shand Kydd og Edward John Spencer, skildu þegar hún var aðeins 7 ára gömul. Þau áttu erfitt samband og Frances sagði að líkamlegt ofbeldi og framhjáhald hafi verið ástæða þess að þau skildu.

Amma hennar var aðstoðarkona mömmu Elísabetar drottningar

Móðuramma Díönu, Ruth Roche, var aðstoðarkona mömmu drottningarinnar og Elísabetar drottningar. Hún var náin vinkona drottningarinnar og skipulagði margar veislur fyrir hana.

Hún ólst upp í Sandringham

Fjölskylda Díönu leigði hús í landi Sandringham sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Mamma Díönu fæddist þar og einnig Díana. Fjöldi konunglega viðburða hefur verið haldinn þar en Karlotta dóttir hertogahjónanna af Cambrigde var skírð í kirkjunni þar.

Karl og Díana prinsessa á brúðkaupsdag sinn 29. júlí 1981.
Karl og Díana prinsessa á brúðkaupsdag sinn 29. júlí 1981. AFP

Hana langaði til að verða ballerína

Díana æfði ballett þegar hún var ung og vildi verða atvinnuballettdansari. Hún varð þó of hávaxin og gat ekki haldið dansinum áfram.

Hún fékk titilinn „hefðarmey“ þegar faðir hennar varð jarl

Díana fékk titilinn „Lady Diana Spencer“ árið 1975 þegar faðir hennar varð Spencer jarl. Eftir það fékk hún gælunefnið „Lady Di“ þangað til hún giftist Karli Bretaprins og varð Díana prinsessa.

Hún stóð sig ekki vel í skóla

Díönu var kennt heima þangað til hún varð 9 ára. Þá fór hún í heimavistarskóla. Hún féll á landsprófinu tvisvar sinnum og hætti í skóla þegar hún var 16 ára. Hún fór í skóla í Sviss í eina önn áður en hún kynnist Karli.

Hún vann sem barnfóstra og kennari

Áður en Díana og Karl Bretaprins kynntust vann hún sem barnfóstra og kennari.

Hún var sú fyrsta af konungsfólkinu til að vinna launaða vinnu

Þegar hún giftist Karli Bretaprins árið 1981 þá var hún sú fyrsta í konungsfjölskyldunni sem vann launaða vinnu þangað til hún trúlofaðist. Katrín hertogaynja var fyrsta konunglega brúðurin með háskólagráðu.

Karl Bretaprins var í slagtogi með eldri systur hennar

Díana kynntist Karli í gegnum systur sína Söruh, en Sarah og Karl höfðu farið á nokkur stefnumót fyrir það. Þær systur voru mjög nánar og ferðuðust mikið allt til dauðadags Díönu.

Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á …
Díana prinsessa fór stundum með þá Harry og Vilhjálm á McDonalds. mbl.is/AFP

Hún hafði aðeins hitt Karl 12 sinnum áður en þau giftust

Áður en Karl og Díana trúlofuðust höfðu þau aðeins hist um 12 sinnum. Díana var aðeins 19 ára gömul þá, en Karl 32 ára. Filippus prins setti pressu á son sinn að „gera það rétta í stöðunni“ og giftast Díönu að sögn ævisöguritara Díönu, Susan Zirinsky.

Brúðarkjóll hennar setti met

Brúðarkjóllinn var gerður af hönnunarteyminu og hjónunum David og Elizabeth Emanuel. Á honum voru yfir 10 þúsund perlur og lengsta slör sem sést hefur.

Hún sleppti úr tryggðarheitunum í brúðkaupinu

Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún fór með tryggðarheit sín í brúðkaupi sínu og Karls þegar hún sleppti því að segjast ætla að hlýða (e. obey) eiginmanni sínum. Í stað þess lofaði hún að „elska hann, hughreysta hann, virða hann og eiga hann í blíðu og stríðu“. Katrín og Meghan Markle gerðu slíkt hið sama í tryggðarheitum sínum og slepptu hlýðninni.

Hún var fyrst af konungsfjölskyldunni til að eiga börn sín á spítala

Það var konungleg hefð að konur í fjölskyldunni áttu börn sín heima. Vilhjálmur prins var sá fyrsti til að fæðast á spítala. Hann fæddist á St. Mary‘s-sjúkrahúsinu.

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda