Smartland hefur tekið saman lista yfir eftirsóttustu einhleypu mennina á Íslandi á hverju ári í nokkur ár. Við gerð listans í ár var gaman að líta yfir lista síðustu ára og sjá hvaða menn hafa gengið út. Það er kannski ekki beint orsakasamband, en meirihluti þeirra sem voru á listum Smartlands síðustu fjögur ár hafa gengið út. Þar ber kannski hæst að nefna Rúrik Gíslason, landsliðsmann og fyrirsætu, en hann fann ástina nýlega.
Listar yfir heitustu piparsveinana síðustu ár: 2015, 2016, 2017 og 2018
Vilhelm Anton Jónsson, tónlistarmaður og rithöfundur, er nýlega kominn í samband með ljósmyndaranum Sögu Sig.
Gunnar Nelson, MMA-kappi, á von á sínu öðru barni með kærustu sinni Fransisku Björk Hinriksdóttur.
Sigurbjartur Sturla Atlasson leikari trúlofaðist Steinunni Arinbjarnardóttur síðasta sumar.
Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi á von á barni í nóvember með unnustu sinni Sunnu Björgu Gunnarsdóttur.
Arnór Ingvi Traustason fótboltamaður er í sambandi með fyrirsætunni Andreu Röfn og eiga þau saman dótturina Aþenu Röfn.
Sólmundur Hólm er í sambandi með fjölmiðlakonunni Viktoríu Hermannsdóttur og eignuðust þau sitt fyrsta barn saman fyrr á árinu.
Ríharður Daðason, fyrrverandi fótboltakappi, trúlofaðist Eddu Hermannsdóttur síðasta sumar.
Fleiri af listum Smartlands sem duttu í lukkupottinn:
Sölvi Blöndal tónlistarmaður
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air
Davíð Rúnar Bjarnason hnefaleikakappi
Ólafur Alexander Ólafsson tónlistarmaður
Magnús Sigurbjörnsson samfélagsmiðlagúrú
Emmsjé Gauti tónlistarmaður
Snorri Engilbertsson leikari