Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

Rúrik Gíslason fann Nathaliu Soliani.
Rúrik Gíslason fann Nathaliu Soliani.

Smartland hefur tekið saman lista yfir eftirsóttustu einhleypu mennina á Íslandi á hverju ári í nokkur ár. Við gerð listans í ár var gaman að líta yfir lista síðustu ára og sjá hvaða menn hafa gengið út. Það er kannski ekki beint orsakasamband, en meirihluti þeirra sem voru á listum Smartlands síðustu fjögur ár hafa gengið út. Þar ber kannski hæst að nefna Rúrik Gíslason, landsliðsmann og fyrirsætu, en hann fann ástina nýlega.

Listar yfir heitustu piparsveinana síðustu ár: 2015, 20162017 og 2018

Vil­helm Ant­on Jóns­son, tón­list­armaður og rit­höf­und­ur, er nýlega kominn í samband með ljósmyndaranum Sögu Sig.

Villi naglbítur fann ástina.
Villi naglbítur fann ástina. Samsett mynd

Gunnar Nelson, MMA-kappi, á von á sínu öðru barni með kærustu sinni Fransisku Björk Hinriksdóttur.

Gunnar Nelson á von á barni með kærsustu sinni Fransisku …
Gunnar Nelson á von á barni með kærsustu sinni Fransisku Björk. skjáskot/Instagram

Sigurbjartur Sturla Atlasson leikari trúlofaðist Steinunni Arinbjarnardóttur síðasta sumar.

Sturla Atlas fór á skeljarnar í París í fyrra.
Sturla Atlas fór á skeljarnar í París í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi á von á barni í nóvember með unnustu sinni Sunnu Björgu Gunnarsdóttur.

Jökull Sólberg á von á sínu fyrsta barni með unnustu …
Jökull Sólberg á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni. skjáskot/Instagram

Arnór Ingvi Traustason fótboltamaður er í sambandi með fyrirsætunni Andreu Röfn og eiga þau saman dótturina Aþenu Röfn.

Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir fundu ástina.
Arnór Ingvi Traustason og Andrea Röfn Jónasdóttir fundu ástina.

Sólmundur Hólm er í sambandi með fjölmiðlakonunni Viktoríu Hermannsdóttur og eignuðust þau sitt fyrsta barn saman fyrr á árinu.

Sóli Hólm og Viktoría Hermanns fundu ástina.
Sóli Hólm og Viktoría Hermanns fundu ástina.

Ríharður Daðason, fyrrverandi fótboltakappi, trúlofaðist Eddu Hermannsdóttur síðasta sumar.

Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir í Verona á Ítalíu rétt …
Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir í Verona á Ítalíu rétt áður en Rikki fór niður á skeljarnar.

Fleiri af listum Smartlands sem duttu í lukkupottinn:

Sölvi Blöndal tónlistarmaður

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air

Davíð Rúnar Bjarnason hnefaleikakappi

Ólafur Alexander Ólafsson tónlistarmaður

Magnús Sigurbjörnsson samfélagsmiðlagúrú

Emmsjé Gauti tónlistarmaður

Snorri Engilbertsson leikari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda