Þyngra í Marglyttum vegna veðurs og kulda

Sundhópurinn Marglytturnar, sem nú þreytir sund yfir Ermarsundið, er kominn vel hálfa leið og þannig formlega syntur inn í franska landhelgi. Enn eru þó margir klukkutímar í að Marglytturnar nái til lands í Cap Gris í Frakklandi. Þær lögðu af stað fyrr í morgun frá Dover á Englandi. Það virðist aðeins þyngra í hópnum, þar sem margar kljást við sjóveiki og kulda. 

Sálfræðingurinn, Sigurlaug María Jónsdóttir, sem synti fyrst Marglytta í morgun, segir að eftir annað skiptið í sjónum hafi hún fundið fyrir meiri kulda en áður. Aðalástæðan er sú að það dró fyrir sólu. Eins synti hún yfir risavaxna marglyttu og fann gróður eða annan aðskotahlut slást við andlitið á sér. 

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sagði meiri öldu en hún átti von á. Henni var frekar kalt eftir aðra ferð sína ofan í sjóinn. „Ég hugsaði jákvæðar hugsanir og leit á íslenska fánann og hugsaði með mér að ég þyrfti að standa mig vel fyrir þjóðina. Það eru allir að fylgjast með okkur.“

Mar­glytt­ur vilja sporna gegn plast­meng­un í hafi og eru að safna áheit­um fyr­ir Bláa her­inn. Mark­miðið með sund­ferðinni er að vekja at­hygli á áhrif­um plast­meng­un­ar á lífríki sjávar og mik­il­vægi þess að vernda auðlind­ir hafs­ins en ástand lífríkis í Erm­ar­sund­inu er mjög slæmt.

Hægt er að heita á Bláa her­inn í gegn­um AUR-appið í síma 788-9966, einnig er hægt að leggja inn fjár­hæð á reikn­ing 0537-14-650972, kt. 250766-5219. Hægt er að fylgj­ast með sundi Mar­glytt­anna á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda