Tilkynningin í sönnum anda hertogahjónanna

Harry og Meghan ætla að draga sig í hlé.
Harry og Meghan ætla að draga sig í hlé. AFP

„Hertogahjónin af Sussex tilkynntu í gær að þau muni á næstunni vinna að því að breyta hlutverki sínu innan bresku konungsfjölskyldunnar. Í tilkynningunni tala þau um að þau ætli að draga sig í hlé sem „senior“ meðlimir konungsfjölskyldunnar og vilji verða fjárhagslega sjálfstæð. Einnig stefna þau að því að verja meira af tíma sínum í Norður-Ameríku,“ segir Guðný Ósk Laxdal í nýjum pistli á Smartlandi. 

„Tilkynningin kemur virkilega á óvart og er í sönnum anda hertogahjónanna sem oft hafa farið nýjar leiðir og vikið frá gömlum venjum bresku konungsfjölskyldunnar.

Tilkynningin kom jafnvel sjálfri konungsfjölskyldunni á óvart. Buckingham-höll gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að þessi ákvörðun Harry og Meghan væri á grunnstigi og að það væri margt fram undan sem þarf að ræða og fara yfir, enda er þetta mjög einstakt og flókið mál að mörgu leyti. BBC greindi einnig frá því að tilkynning hertogahjónanna hefði verið gefin út án þess að talað hefði verið við Elísabetu Bretadrottningu eða einhvern af hennar starfsliði. Í raun hafi enginn annar meðlimur konungsfjölskyldunnar vitað af því að tilkynningin yrði gerð opinber.

View this post on Instagram

“After many months of reflection and internal discussions, we have chosen to make a transition this year in starting to carve out a progressive new role within this institution. We intend to step back as ‘senior’ members of the Royal Family and work to become financially independent, while continuing to fully support Her Majesty The Queen. It is with your encouragement, particularly over the last few years, that we feel prepared to make this adjustment. We now plan to balance our time between the United Kingdom and North America, continuing to honour our duty to The Queen, the Commonwealth, and our patronages. This geographic balance will enable us to raise our son with an appreciation for the royal tradition into which he was born, while also providing our family with the space to focus on the next chapter, including the launch of our new charitable entity. We look forward to sharing the full details of this exciting next step in due course, as we continue to collaborate with Her Majesty The Queen, The Prince of Wales, The Duke of Cambridge and all relevant parties. Until then, please accept our deepest thanks for your continued support.” - The Duke and Duchess of Sussex For more information, please visit sussexroyal.com (link in bio) Image © PA

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 8, 2020 at 10:33am PST

Hvað er „senior“ meðlimur konungsfjölskyldunnar?

Margt sem viðkemur bresku konungsfjölskyldunni getur verið erfitt að þýða yfir á íslensku en þýða má hugtakið sem heldri meðlimir konungsfjölskyldunnar. Einfalda útskýringin er sú að þetta eru allir þeir meðlimir konungsfjölskyldunnar sem sinna opinberum skyldum af hálfu drottningarinnar. Hins vegar er þetta aðeins flóknara en það því samkvæmt hefðum konungsfjölskyldunnar þá á þetta við um þá meðlimi sem eru hærra settir, eru meira í sviðsljósinu og sinna fleiri opinberum skyldum. Í raun má segja að þetta eru þeir meðlimir sem almenningur verður hvað mest var við, þ.e.a.s. drottningin og nánustu erfingjar hennar. Þessir meðlimir konungsfjölskyldunnar eru einnig þeir sem fá hvað mestan pening frá ríkisstjórninni.

Af hverju að taka þessa ákvörðun?

Í fyrra voru hertogahjónin mikið gagnrýnd af hinum ýmsu ástæðum og má segja að mikið drama hafi verið í kringum þau en fólk var jafnvel farið að velta því fyrir sér hvort þau myndu segja sig alfarið úr konungsfjölskyldunni.

Þessi tilkynning Harry og Meghan útskýrir margt sem þau hafa verið að gera undanfarið ár sem margir hafa furðað sig á. Að mörgu leyti hafa Harry og Meghan verið að ýja að ákvörðuninni síðan þau giftu sig. Þau hafa verið að kalla eftir auknum rétti til einkalífs og hafa takmarkað aðgang fjölmiðla að t.d. fæðingu og skírn sonar þeirra. Einnig var það gefið út að Archie myndi ekki bera neinn konunglegan titil, sem er óvenjulegt miðað við stöðu foreldra hans. En þessar ákvarðanir hafa einmitt verið gagnrýndar á þeim grundvelli að þau fái pening frá skattborgurum. Hefur sú gagnrýni eflaust ýtt undir þessa ákvörðun þeirra.

Í tilkynningunni er bent á nýja heimasíðu hertogahjónanna, sussexroyal.com, en þar má finna mikið af upplýsingum og svörum um þessa ákvörðun. Á síðunni tala þau um að fjárhagurinn sé ein helsta ástæðan fyrir þessari ákvörðun. Þessi breyting muni leyfa þeim að vera sjálfstæðari og taka við launum fyrir störf sín. Þau fara mjög vel yfir fjármál konungsfölskyldunnar á síðunni og útskýra þar hvernig kerfið virkar. Fjármál konungsfjölskyldunnar eru þó flókið fyrirbæri og efni í annan pistil! Í stuttu máli, þá taka þau ekki við neinum launum í því starfi sem þau eru núna, en fá styrk frá bresku ríkistjórninni sem meðlimir konungsfjölskyldunnar í fullu starfi.

Til að draga saman er ástæðan sú að þau vilji vera sjálfstæðari og vilji vinna að fleiri verkefnum sem eru ótengd konungsfjölskyldunni.

Hvert verður hlutverk Harry og Meghan núna?

Það má segja að Harry og Meghan séu að gera konunglega hlutverkið að hlutastarfi. Við munum enn þá sjá töluvert af þeim, en í allt öðruvísi hlutverki og minna í verkefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni. Þau eru bæði mjög þekkt og munu ávallt vera í sviðsljósinu að einhverju leyti. Hertogahjónin eru með ýmis verkefni á prjónunum og er Harry prins t.d. að búa til sjónvarpsþætti með Oprah sem munu fjalla um andlega heilsu.

Þau munu halda konunglegu titlunum sínum og eru til fordæmi um að meðlimir konungsfjölskyldunnar vinni fullt launað starf og haldi konunglegum titli, t.d. er prinsessurnar Beatrice og Eugenie báðar í fullu starfi en eru enn þá með sína titla. Prinsessurnar teljast ekki sem heldri meðlimir konungsfjölskyldunnar.

Líklegt er að þau muni flytja til Kanada og vera þar meirihluta ársins og síðan koma til Bretlands til að sinna opinberum heimsóknum. Undanfarnar vikur hafa hertogahjónin verið í fríi í Kanada, en Meghan bjó þar áður en þau giftu sig.

Þessi breyting á hlutverki þeirra mun gefa þeim meira vald og meira sjálfstæði til að taka ákvarðanir og höllin mun hafa minna svigrúm til þess að stjórna því hvað þau gera.

Hvað finnst fólki um þetta?

Þó svo að heimasíða Harry og Meghan svari mörgum spurningum þá er margt sem er óskýrt. Ekki er tekið fram hvaða skyldum þau muni sinna fyrir drottninguna og hversu oft þau muni koma opinberlega fram.

Ákvörðun þeirra er að mörgu leyti farin að vera umdeild, sérstaklega í ljósi þeirra upplýsinga að þetta hafi ekki verið gert í samráði við konungsfjölskylduna. Margir vilja meina að ákvörðunin sé komin frá Meghan og byrjaði myllumerkið #Megxit að ganga í gærkvöldi á samfélagsmiðlum, í tengingu við Brexit. En það má alls ekki draga úr því að Harry prins hefur ávallt haft orð á því að hann sé ekki hrifinn af sviðsljósinu og hinu stranga hlutverki sem fylgir því að vera í konungsfjölskyldunni. Því má ganga út frá því að þetta sé ákvörðun þeirra beggja.

Margar tilgátur hafa komið fram um ástæðu þess að þau hafi ekki látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita. Ein þeirra er sú að það hafi verið til þess að viðræður um breytt hlutverk þeirra yrðu haldnar á þeirra forsendum, sem er auðveldara þegar almenningur veit af þessu og hefur væntingar byggðar á upplýsingum frá Harry og Meghan.

Flestir eru þó enn þá að átta sig á því hvað þetta þýðir og hvað muni gerast næst. Verður því mjög áhugavert að fylgjast áfram með þessu máli og sjá hvernig það þróast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda