Hver er maðurinn í lífi Hildar Guðnadóttur?

Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Óskarverðlaunanna.
Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Óskarverðlaunanna. AFP

Augu heimsbyggðarinnar verða á tónskáldinu Hildi Guðnadóttur um helgina þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles. Eiginmaður Hildar hefur staðið þétt við bakið á konu sinni að undaförnu en er ekki jafn oft í mynd. Hver er maðurinn í lífi Hildar?

Hildur Guðnadóttir er gift enska tónlistarmanninum Sam Slater. Slater og Hildur búa saman í Berlín ásamt syninum Kára. Slater mætti á rauða dregilinn á BAFTA-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi með konu sinni. Þegar Hildur vann Golden Globe-verðlaunin í byrjun árs þakkaði Hildur eiginmanni sínum og birtist þá mynd af honum í sjónvarpsútsendingu. 

Slater og Hildur vinna mikið saman og kemur fram á heimasíðu Slaters að hann hafi unnið að bæði Chernobyl og Joker með Hildi. Vann hann einnig með tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni líkt og Hildur gerði. Íslenska plötuútgáfan Bedroom Community gaf út plötu Slaters, Wrong Airport Ghost, árið 2018.

Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á lag af plötunni. 

Hildur birti mynd af sér og Slater á Instagram eftir að þau klæddu sig upp fyrir kvikmyndahátíðina í Feneyjum síðasta haust. Eiginmaður hennar er duglegri að birta myndir af þeim á Instagram eins og sjá má hér að neðan. 

View this post on Instagram

Nice job Hildur! You did it! :) x

A post shared by Sam Slater (@sam.slater.music) on Sep 15, 2019 at 6:37pm PDT

View this post on Instagram

A post shared by Sam Slater (@sam.slater.music) on Jun 23, 2019 at 6:52am PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda