Óveðrið í dag hefur sett strik í reikninginn fyrir marga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hugðist fagna fimmtugsafmæli sínu í Listasafni Reykjavíkur í dag en neyddist til þess að fresta veislunni vegna veðurs. Bjarni varð fimmtugur 26. janúar.
Afmælismóttakan átti að fara fram á milli fimm og hálfátta í kvöld í listasafninu. Bjarni fylgdist greinilega vel með veðurspám og aflýsti móttökunni á miðvikudaginn.
„Því miður er nauðsynlegt vegna veðurspár að slá afmælismóttökunni á frest. Það verður þá bara þeim mun meira gaman þegar af henni verður. Við finnum fljótt aðra dagsetningu. Ég vona að þetta komist vel til skila til allra.
Með kveðju,
Bjarni.“