Egill og co. gefa þjóðinni þrjár fríar hljóðbækur

Arnaldur Indriðason og Egill Örn Jóhannsson.
Arnaldur Indriðason og Egill Örn Jóhannsson. mbl.is/Styrmir Kári

Það skiptir máli að þjóðin standi saman í ástandinu sem ríkir í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. Ein stærsta bókaútgáfa landsins, Forlagið, hefur ákveðið að gefa hverjum landsmanni þrjár fríar hljóðbækur til að létta sér lífið í samkomubanninu. Egill Örn Jóhannsson forstjóri Forlagsins segir að fyrirtækið hafi ákveðið að stytta fólki stundir með þessum hætti enda veiti ekki af. 

„Okkur langaði til þess að reyna að gera eitthvað í þessu ófremdarástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Að hlusta á hljóðbók í rokinu og rigningunni er stórkostleg afþreying og nú er bara um að gera að sækja sér Forlags-appið og hlusta frítt,“ segir Egill í samtali við Smartland. 

Skjáskot eftir Berg Ebba er ein af þeim bókum sem …
Skjáskot eftir Berg Ebba er ein af þeim bókum sem Forlagið ætlar að gefa þjóðinni.

Bækurnar sem eru í boði eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Hnífur eftir Jo Nesbø og Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

„Við höfum stóraukið útgáfu hljóðbóka á undanförnum misserum og úrvalið orðið umtalsvert, og nú er heldur betur rétti tíminn til þess að prófa  og það ókeypis,“ segir Egill. 

Hnífur eftir Jo Nesbø.
Hnífur eftir Jo Nesbø.
Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

Þegar hann er spurður út í sínar uppáhaldshljóðbækur stendur ekki á svörunum. 

„Sextíu kíló af sólskini í lestri höfundar, Hallgríms Helgasonar, er algerlega meiriháttar. Ég las bókina þegar hún kom út og hreifst af, en hún er enn betri í lestri Hallgríms. Brúin yfir Tangagötuna í lestri höfundar, Eiríks Arnar Norðdahl, var að koma út. Þegar ég les bækur Eiríks þá „heyri“ ég hann alltaf lesa fyrir mig textann, enda er hann frábær lesari og höfundur. Við erum ekki morðingjar eftir Dag Hjartarson kom út í fyrra og er bók sem rígheldur manni frá fyrstu mínútu (eða blaðsíðu). Þórdís Björk Þorfinnsdóttir les,“ segir Egill. 

Hér er hægt að finna frekari upplýsingar um appið: https://www.forlagid.is/hlusta/

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda