Konungsfólkið sýnir gott fordæmi á veirutímum

Elísabet Englandsdrottning tók símafund með Boris Johnson á dögunum. Sem …
Elísabet Englandsdrottning tók símafund með Boris Johnson á dögunum. Sem betur fer því nokkrum dögum seinna greindist hann með kórónuveiruna. AFP

„Margir eru núna í þeim sporum að vinna heima hjá sér, og er kóngafólk heimsins engin undantekning. Eitt af stærstu hlutverkum konungsfjölskyldna í heiminum er að vera fyrirmyndir fyrir þegna sína, og er það sérstaklega mikilvægt þegar það er neyðarástand,“ skrifar Guðný Ósk Laxdal í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Undanfarna daga hafa meðlimir hina ýmsu konungsfjölskyldna í heiminum verið dugleg að sýna á samfélagsmiðlum hvernig þau vinna að heiman. Sýna myndir þetta fólk sitja fundi annaðhvort í síma eða með fjarfundabúnaði. Minna er núna um konunglegar heimsóknir vegna samkomubanna og mikilvægi þess að halda sig frá öðru fólki og þurfa því konungsfjölskyldurnar að birta öðruvísi myndir af sér við vinnu.

Elísabet Bretadrottning sýndi hvernig hún heldur við þeirri hefð að halda vikulegan fund með forsætisráðherra sínum þrátt fyrir hertar samkomureglur. Elísabet er um þessar mundir í sjálfskipaðari sóttkví í Windsor kastala með eiginmanni sínum, Filippusi. Þessi mynd sýndi líka að Elísabet er við góða heilsu, en margir hafa verið óttaslegnir um hana eftir að Karl sonur hennar var greindur með kórónaveiruna. Myndin er einnig söguleg, þar sem þetta er fyrsta myndin sem er gerð opinber af vikulegum fundi drottningarinnar og forsætisráðherra, en það er yfirleitt mikil leynd yfir þessum fundum.

View this post on Instagram

Self-isolation and social distancing can pose huge challenges to our mental health — in recent weeks The Duke and Duchess of Cambridge have been in regular contact with organisations and patronages to understand the issues they are facing during this difficult time. Last week ☎️ The Duke spoke to @mindcharity CEO Paul Farmer, and The Duchess spoke to Catherine Roche, CEO of @_place2be. Today Public Health England has published new guidance to help support people during the COVID-19 outbreak, and updated its world-leading Every Mind Matters platform, with specific advice on maintaining good mental wellbeing during the outbreak; take a look at our Story or visit the link in our bio 📱 to find out more. Speaking about the new guidance, The Duke and Duchess said: • “It is great to see the mental health sector working together with the NHS to help people keep on top of their mental well-being. • By pulling together and taking simple steps each day, we can all be better prepared for the times ahead”. • The Government has also announced a grant for @MindCharity to help fund their services for people struggling with their mental wellbeing during this time.

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on Mar 28, 2020 at 5:01pm PDT

Vilhjálmur og Katrín birtu mynd af sér í símanum eins og Elísabet og notuðu tækifærið til að minna fólk á að huga að andlegu heilsunni á þessu erfiðu tímum. Katrín og Vilhálmur sleppa ekki formlegheitum þó þau séu að vinna heima og má sjá að Katrín er í fallegri dragt, en dragtin er úr Marks & Spencer og kostar um 28 þúsund krónur samanlagt.

Skemtilegt er að taka eftir því að meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar notast við síma, og síma með snúru í þokkabót meðan konungsfólk á norðurlöndunum virðast vera komin aðeins lengra í tækniþróuninni þegar kemur að fundarsetu.

View this post on Instagram

Såväl privat, offentlig som ideell sektor påverkas av coronakrisen. Runtom i Sverige arbetar människor dag och natt för att vårda sjuka och minska smittspridningen. Många känner oro för framtiden, blandat med oro för nära och kära. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Under förra veckan började Kronprinsessan och Prins Daniel att ringa runt till ett stort antal svenska organisationer och företag för att informera sig om läget. Under telefon- och videosamtalen, som fortsatte under gårdagen, framför Kronprinsessparet samtidigt sina hälsningar till alla de medarbetare och medlemmar som berörs av coronakrisen – och som bidrar med viktiga insatser för att mildra dess effekter. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 📸: Victor Ericsson/Kungl. Hovstaterna

A post shared by Kungahuset (@kungahuset) on Mar 23, 2020 at 11:17pm PDT

Instagram-aðgangur sænsku konungsfjölskyldunnr birti mynd þar sem má sjá Viktoríu krónprinsessu vinna með borðið yfirfullt af pappírum. Einnig er mynd af henni og eiginmanni hennar, Daníel prins, sitja fjarfund. Viktoría kýs svipaðan stíl og Katrín, hertogaynjan af Cambridge fyrir myndatökuna. En það má nú samt nefna að Viktoría sést mun oftar í drögtum en Katrín.

Carl-Gustaf konungur Svíþjóðar og Silvia drottning sjást hér einnig sitja saman fjarfund rétt eins og Viktoría og Daníel.

View this post on Instagram

«Arbeidet dere på sykehusene gjør er utrolig viktig for oss alle sammen. Det er en fellesinnsats i helsesektoren nå som det står respekt av. På vegne av alle oss andre i samfunnet, så vil jeg si at vi setter veldig pris på den innsatsen dere gjør», sa Kronprins Haakon i et videomøte med ansatte ved Haukeland universitetssykehus i dag. Administrerende direktør Eivind Hansen ledet møtet fra Bergen. ⁣ ⁣ Tidligere i dag deltok Kronprinsen også i et videomøte med rundt 150 av de ansatte i Folkehelseinstituttet. Gruppen orienterte om status for norske smittetilfeller, tiltak og råd. «Med den kunnskapen som dere har, sammen med handlekraft, er jeg sikker på at vi kommer gjennom dette på den beste måten vi kan», sa Kronprinsen. ⁣ ⁣ Foto: Aleksander Valestrand, Anne Taule og Katrine Sunde / Haukeland universitetssykehus og Det kongelige hoff.⁣ ⁣ #kongehuset #kronprinshaakon #crownprincehaakon

A post shared by Det Norske Kongehuset (@detnorskekongehus) on Mar 24, 2020 at 11:04am PDT

Hákon krónprins Noregs hefur verið duglegur að setja inn myndir af sér á fjarfundum inn á Instagram-aðgang norsku konungsfjölskyldunnar. Má jafnvel sjá myndband inn á aðgangnum af því þegar Hákon prófar tæknina. Einnig er hægt að sjá að Hákon notar Apple tækni við sína vinnu og virðist nokkuð vel settur tæknilega.

View this post on Instagram

Jeg har i dag gennem FaceTime været på besøg hos Røde Kors, der har etableret et væsentligt beredskab for at hjælpe danskere, der er berørt af corona. Enten fordi de har spørgsmål eller har brug for hjælp til at handle, hente pakker eller medicin på apoteket. Jeg har mødt de frivillige, der i et callcenter besvarer og hjælper folk, der har spørgsmål om corona. Jeg har også mødt frivillige, der i et hjælpecenter sørger for at få matchet folk, der gerne vil hjælpe andre, der har brug for hjælp. Som dansker er jeg stolt over det store samfundssind, der udvises for tiden. Over 11.500 har meldt sig som frivillige hos Røde Kors. Så hvis man har brug for hjælp og ikke selv kan komme ud, er der hjælp at hente. Røde Kors hjælper, så vi fortsat kan passe på hinanden ved at blive hjemme, men uden at miste kontakten til hinanden. Det er også grunden til, at jeg i dag ikke har besøgt Røde Kors fysisk, men digitalt. #sammenhverforsig 📸 Fotos af H.K.H. Prins Christian og Jacob Dall, Røde Kors©️

A post shared by DET DANSKE KONGEHUS (@detdanskekongehus) on Mar 20, 2020 at 8:09am PDT

Instagram aðgangur dönsku konungsfjölskyldunnr birti mynd af Friðrik krónprins sitja fjarfund í gegnum FaceTime, en Friðrik notast einnig við Apple tæki eins og Hákon frændi sinn. Danska konungsfjölskyldan hefur verið dugleg að halda sambandi við þegna sína, en Margrét danadrottning ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsetningu og Friðrik og Mary og börn sendu inn kveðju í sjónvarpsþátt DR1 um helgina sem var gerður til að sýna samstöðu Dana á þessum tímum.

Carl-Philip, prins Svíþjóðar og Sofia kona hans eru með sinn eigin Instagram-aðgang og birtu myndir af sér vinna heima. En þau eru klædd á frekar afslappaðan hátt en virðast hafa nóg að gera. Myndin af Sofiu hefur vakið athygli fyrir að vera einstaklega falleg og sýna gott vinnuskipulag.

 










mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda