Lúðvík prins, sonur hertogahjónanna af Cambridge, fagnar 2 ára afmæli í dag. Eins og hefð er fyrir voru gefnar út nýjar myndir af honum í tilefni dagsins. Alls voru þrjár nýjar myndir birtar og má segja að drengurinn hafi þroskast mikið undanfarið en hann er gjörbreyttur í útliti.
Lúðvík er yngstur af börnum þeirra Vilhjálms og Katrínar og eru myndirnar í ár teknar af Katrínu sjálfri. Það er orðið vaninn að Katrín taki myndirnar, sem og að allar afmælismyndir Cambridge krakkanna séu teknar utandyra. Í fyrra voru myndirnar af Lúðvík einnig teknar úti en hann hefur mikið breyst á þessu eina ár
Það sem er skemmtilegast við myndirnar í ár eru að þær sýna Lúðvík litla mála með höndunum, og fær listaverkið sjálft að fylgja með. Gaman er að nefna að hann hefur verið að lita í regnbogalitunum en börn í Bretlandi hafa mikið verið að mála og teikna regnboga til að setja í glugga og gleðja. Ekki ólíkt því að setja bangsa í glugga eins og hefur verið gert hér á landi.
Listaverkið hjá Lúðvík hefur vakið athygli, en ef myndirnar eru skoðaðar vandlega má sjá að litirnir á höndunum hans passa ekki alveg við lokaútgáfuna. Því hægt að giska á að hann hafi fengið smá hjálp áður en verkið var talið nógu gott til að vera birt fyrir allan heiminn að sjá.
Ótrúlegast af öllu er samt að Lúðvík virðist ekki vera með neina málningu í andlitinu, en nokkru seinna voru birtar fleiri myndir sem sýna litla prinsinn búinn að setja málningu yfir sig allan. Sem sýnir að prinsar séu ekki alltaf svona hreinlegir, sérstaklega þegar þeir eru 2 ára.