Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Silfurbergi í Hörpu á dögunum. Verðlaun fyrir barna- og ungmennabókina fékk bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga en Salka Sól las hana inn fyrir Storytel.
Bók Elvu Bjargar Ægisdóttur, Marrið, fékk verðlaun í flokki glæpasagna en það var Íris Tanja Flygenring sem las hana fyrir Storytel.
Bók Unnsteins Héðinssonar, Vertu Úlfur, fékk líka verðlaun sem besta almenna hljóðbókin en hún var lesin af Hjálmari Hjálmarssyni. Besta hljóðbókin í flokki skáldsagna var Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir las.
Gísli Helgason var verðlaunaður sérstaklega fyrir mikilvægt frumkvöðulsstarf í þágu hljóðbókmennta.