Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti í gæsun Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur í morgun. Hrefna Björk er unnusta Magnúsar Scheving en Magnús bað Hrefnu Bjarkar á nýársdag árið 2017.
Gæsunin kom Hrefnu Björk á óvart og þá sérstaklega þegar maður ársins, eins og Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og vinkona Hrefnu Bjarkar kallar Kára, birtist. Hún og aðrar vinkonur Hrefnu Bjarkar eins og kokkurinn Hrefna Rósa Sætran hafa birt myndir úr gæsuninni í dag.
Eftir að hafa hitt Kára fór Hrefna Björk út á golfvöll þar sem hún spilaði í golf í skrautlegum búningi.