Kærustuparið Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur nutu íslenska sumarsins ef marka má Instagram. Hún birti mynd af þeim saman í gær en þetta er fyrsta myndin sem þau birta af sér saman á samfélagsmiðlum. Myndin er tekin á Fjallabaksleið syðri sem er fjallvegur sem liggur frá Keldum á Rangárvöllum norður fyrir Mýrdalsjökul og til byggða í Skaftártungu.
Sunneva Ása er listamaður og búningahönnuður en hann er einn þekktasti leikstjóri landsins.