Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður veiddi í Haffjarðará í lok júní ásamt leikstjóranum Guy Richie og fótboltamanninum David Beckham. Áttu þeir að vera við veiðar í ánni heila helgi en svo voru þeir farnir upp úr ánni fyrr en áætlað var og skemmtikraftarnir í Tjörnes, sem áttu að skemmta, afbókaðir. Þess má geta að Pétur Finnbogason og Hörður Bjarkason í Tjörnes eru líka í hljómsveitinni Bandmenn. Í kjölfar komst sú saga á kreik að Björgólfur Thor hefði keypt Haffjarðará af Óttari Ingvasyni. Í Mannlífi í dag segir Óttar að þetta sé rangt.
„Haffjarðará er ekki til sölu,” segir Óttar Yngvason í samtali við Mannlíf.
„Allar þessar sögur um Björgólf Thor og Haffjarðará eru rangar. Hann hefur verið viðskiptavinur okkar í nokkur ár og ekkert komið upp á,” segir Óttar og ítrekar að hann ætli ekki að selja ánna þar sem hann hefur lagt gríðarlega vinnu í uppbyggingu.
Haffjarðará er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og var lengi í eigu langafa Björgólfs, Thors Jensen. Hún er á Snæfellsnesi í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík. Í ánni er bara leyfð fluguveiði og eru þeir sem veiða á maðk reknir upp úr. Einungis er leyfi fyrir sex stangir í ánni á sama tíma.