Baltasar Breki og Anna Katrín trúlofuð

Anna Katrín Einarsdóttir og Baltasar Breki Samper eru trúlofuð.
Anna Katrín Einarsdóttir og Baltasar Breki Samper eru trúlofuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikarinn og tökumaðurinn Baltasar Breki Samper og listakonan Anna Katrín Einarsdóttir greindu frá því í gær að þau væru trúlofuð. 

Baltasar og Anna Katrín hafa verið í sambandi um nokkurt skeið. Baltasar er sonur leikstjórans Baltasars Kormáks og hefur fetað í fótspor föður síns á síðustu árum. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2015. Einhverjir ættu að kannast við Baltasar úr þáttunum Ófærð þar sem hann fór með hlutverk Hjartar. 

Hann hefur einnig getið sér nafn erlendis en hann landaði hlutverki í þáttunum Chernobyl sem hlaut fjölda verðlauna á síðasta ári.

Anna Katrín, sem er betur þekkt sem Anna Kein í listaheiminum, hefur fengist við leikstjórn leikrita á síðustu árum. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2016. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með trúlofunina!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda