Hinni 29 ára gömlu Teonu Chachua var heldur brugðið þegar fólk fór að stoppa hana á götum úti og spyrja hvort hún væri ofurfyrirsætan Kendall Jenner. Chachua, sem er töluvert lægri en hin leggjalanga fyrirsæta, segist alls ekki hafa áttað sig á líkindunum.
Árið 2018 byrjaði Chachua að blogga og þegar hún byrjaði að birta myndir af sér fór fólk að nefna að hún væri mjög lík Jenner.
Hún segir að meira að segja fjölskylda hennar sjái líkindin með þeim og grínist stundum með að þær hljóti að vera skyldar.
„Það er mjög gaman að vera líkt við einhverja jafn fallega og hún er. Stundum lítur fólk á götunni tvisvar á mig og sumir stoppa mig og segja mér að ég líkist henni,“ segir Chachua.