Salka Sól: „Ekkert tabú að vera á kvíðalyfjum“

Salka Sól Eyfeld var gestur í hlaðvarpsþættinum Hæ hæ.
Salka Sól Eyfeld var gestur í hlaðvarpsþættinum Hæ hæ. mbl.is/Styrmir Kári

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld var gestur Helga og Hjálmars í hlaðvarpsþætti Hæ Hæ. Salka Sól ræddi ferilinn og lífið í þættinum og kom meðal annars inn á kvíða sem hún hefur nú náð góðum tökum á. 

„Ég er algjör kvíða- og þunglyndisbofsi og ég þarf að vanda mig mjög mikið,“ sagði Salka Sól opinskátt og hélt áfram að ræða kvíðann. „Ég er búin að læra inn á þetta. Ég bara þekki mig. Ég get farið að stoppa þegar ég finn kvíðann fara yfir. Okei hvað þarf ég að gera til þess að kvíða ekki þessu. Klára þetta, klára þetta og sjáðu svo til. En þegar ég var yngri, bara meira að segja í grunnskóla og eitthvað svona var ég oft bara mjög þunglynd,“ sagði Salka Sól og sagði að hún kynni ekki á tilfinningarnar. „Var þunglynd, var leið og fór í fýlu, lokaði mig inni í herbergi skilurðu. Með tíð og tíma, ég veit ekki hvernig þetta er fyrir aðra, en ég hef lært inn á mitt.“

Eftir að Salka Sól varð þekkt fékk hún kvíða fyrir að vera í margmenni. Hún náði síðan tökum á því eins og öðru tengdu kvíðanum.

„Ég hef alveg verið á kvíðalyfjum svona on og off skilurðu stundum og bara vitað hvenær ég þarf þau og hvenær ég þarf þau ekki og er bara mjög opin með það. En það er líka ógeðslega góð tilfinning, ég held að það hafi gerst eftir þrítugt, ógeðslega góð tilfinning að læra inn á það, bara svona þekkja það.“

Salka Sól vildi meina að kvíðalyf væru ekki svo mikið tabú lengur. 

„Þetta er bara verkfæri. Þetta er bara eitt af þessum verkfærum sem við eigum að nýta okkur, að sjálfsögðu, en bara fara vel með það og gera það í samráði við lækni og eitthvað. Ég held að ef þú færð hausverk þá tekur þú íbúfen, eða whatever, þetta er bara þannig. Mér finnst ekkert, ekkert tabú að vera á kvíðalyfjum.“

Hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda