Auður Jóns kemur Nadíu og Láru til varnar

Auður Jónsdóttir.
Auður Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Auður Jónsdóttir rithöfundur kemur Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen til varnar í nýjum pistli á Kjarnanum en stúlkurnar heimsóttu ensku landsliðsmennina Phil Fod­en og Ma­son Greenwood á Hót­el Sögu um helg­ina. 

„Þegar ég var á aldr­inum fimmtán til tutt­ugu og fimm ára gerði ég meðal ann­ars eft­ir­talið: 

Ég var tekin föst, ásamt Jóni Aðal­steini æsku­vini mín­um, fyrir að ræna potta­blómi á Hótel Sel­fossi á sama tíma og stjúp­móðir mín var í fram­boði þar á svæð­in­u. 

Ég fór í eft­irpartí með hand­boltaliði, sem mig minnir að hafi verið þýskt, og hellti vatns­glasi yfir sof­andi hand­bolta­mann með maska á and­lit­inu til að geta spurt hann inn í hvaða her­bergi vin­kona mín hefði horf­ið. 

Ég hösl­aði ókunn­ugan karl­mann á næt­ur­klúbbi í London, á tímum eyðni­grýl­unn­ar, og mont­aði mig af því dag­inn eftir við vini mína að hann hefði verið í, að mig minn­ir, æfinga­liði eða ung­liða­deild Manchester United. Aggi, vinur minn, þá búsettur í London, húð­skamm­aði mig fyrir að hafa látið mann­inn síðan fá síma­núm­erið mitt og full­yrti að mað­ur­inn hefði getað myrt mig. ­Sjálfur var vinur minn, þá átján ára, á flótta undan fyrrum leik­list­ar­kenn­ara sín­um, banda­rískri konu á fimm­tugs­aldri sem hafði elt hann frá Banda­ríkj­unum til London af því hún hélt hún væri ást­fangin af hon­um. Mig minnir að þessi kona hafi hangið með okkur þegar hann skamm­aði mig og líka Binna vin­kona mín sem hafði unnið í frysti­húsi öll sumur og brá því á það ráð þegar áður­nefndur maður popp­aði upp til að hitta mig að halda aug­lýs­inga­ræðu um Iceland Seafood þangað til mann­inum hætti að lít­ast á blik­una og lét sig hverfa. Ef sam­fé­lags­miðlar hefðu verið til, þá hefði ég pott­þétt póstað mynd af honum og taggað þetta æfinga- eða ung­menna­lið,“ segir Auður í pistli um málið. Hægt er að lesa hann í heild sinni HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál