Auður Jóns kemur Nadíu og Láru til varnar

Auður Jónsdóttir.
Auður Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Auður Jónsdóttir rithöfundur kemur Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen til varnar í nýjum pistli á Kjarnanum en stúlkurnar heimsóttu ensku landsliðsmennina Phil Fod­en og Ma­son Greenwood á Hót­el Sögu um helg­ina. 

„Þegar ég var á aldr­inum fimmtán til tutt­ugu og fimm ára gerði ég meðal ann­ars eft­ir­talið: 

Ég var tekin föst, ásamt Jóni Aðal­steini æsku­vini mín­um, fyrir að ræna potta­blómi á Hótel Sel­fossi á sama tíma og stjúp­móðir mín var í fram­boði þar á svæð­in­u. 

Ég fór í eft­irpartí með hand­boltaliði, sem mig minnir að hafi verið þýskt, og hellti vatns­glasi yfir sof­andi hand­bolta­mann með maska á and­lit­inu til að geta spurt hann inn í hvaða her­bergi vin­kona mín hefði horf­ið. 

Ég hösl­aði ókunn­ugan karl­mann á næt­ur­klúbbi í London, á tímum eyðni­grýl­unn­ar, og mont­aði mig af því dag­inn eftir við vini mína að hann hefði verið í, að mig minn­ir, æfinga­liði eða ung­liða­deild Manchester United. Aggi, vinur minn, þá búsettur í London, húð­skamm­aði mig fyrir að hafa látið mann­inn síðan fá síma­núm­erið mitt og full­yrti að mað­ur­inn hefði getað myrt mig. ­Sjálfur var vinur minn, þá átján ára, á flótta undan fyrrum leik­list­ar­kenn­ara sín­um, banda­rískri konu á fimm­tugs­aldri sem hafði elt hann frá Banda­ríkj­unum til London af því hún hélt hún væri ást­fangin af hon­um. Mig minnir að þessi kona hafi hangið með okkur þegar hann skamm­aði mig og líka Binna vin­kona mín sem hafði unnið í frysti­húsi öll sumur og brá því á það ráð þegar áður­nefndur maður popp­aði upp til að hitta mig að halda aug­lýs­inga­ræðu um Iceland Seafood þangað til mann­inum hætti að lít­ast á blik­una og lét sig hverfa. Ef sam­fé­lags­miðlar hefðu verið til, þá hefði ég pott­þétt póstað mynd af honum og taggað þetta æfinga- eða ung­menna­lið,“ segir Auður í pistli um málið. Hægt er að lesa hann í heild sinni HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda