Hver er Lilja Pálmadóttir?

Lilja Pálmadóttir hrossabóndi og listamaður er einn af viðmælendum Þóru Karitas Árnadóttur í þáttaröðinni, Hver ertu?, sem hefst í Sjónvarpi Símans Premium fimmtudaginn 1. október. Aðrir viðmælendur eru Hannes Þór Halldórsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Unnsteinn Manúel, Hera Hilmarsdóttir og Bogi Ágústsson.

Í þættinum er persónan á bak við nafnið skoðuð. Mörgum spurningum er ósvarað eins og vitum við nákvæmlega hvaðan við komum, hvaðan forfeður okkar komu? Hvað hefur mótað okkar persónu, okkar skapgerð, líkamsburði, veikleika og styrkleika? Í þáttaröðinni er ættartré þjóðþekktra einstaklinga skoðað. 

Í þáttunum er farið í ferðalag með viðmælendum um slóðir fortíðar og upprunans. Í þáttunum er leitast við að fá svör við spurningum sem hefur áður verið hulin og forvitninni er svalað. 

„Við ætlum að draga fram sögur um okkar fólk, gera þær ljóslifandi, með það eitt í huga að skrásetja og varðveita þann fjársjóð sem hver og einn á í fólkinu sínu og lífshlaupi,“ segir Þóra Karitas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda