Í þáttaröðinni Hver ertu? er fjallað um bílslys þar sem Guðrún Lárusdóttir lét lífið ásamt tveimur dætrum sínum. Hún var önnur konan til að setjast á Alþingi Íslendinga.
„Ævi hennar endar mjög sorglega. Þau eru að fara gullna hringinn og fara yfir brú. Kenningin er sú að bremsurnar hafi gefið sig og bíllinn hreinlega tekið dýfu ofan í Tungufljót. Það var ljóst að þær drukknuðu þarna og þetta var mikið áfall.“ Bára Huld Beck, blaðakona.
Þetta kemur fram í þáttaröðinni Hver ertu? þar sem rætt er við Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmann. Þátturinn verður aðgengilegur í Sjónvarpi Símans Premium á fimmtudaginn kemur.