Bríet elskar enn fyrrverandi

Bríet segir að hún elski enn fyrrverandi kærasta sinn.
Bríet segir að hún elski enn fyrrverandi kærasta sinn. mbl.is/Hari

Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar segir í viðtali við Fréttablaðið sem birtist fyrir helgi að hún elski enn fyrrverandi kærasta sinn.

Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet 10. október síðastliðinn. Á plötunni syngur hún einlægt um þá ástarsorg sem hún upplifði þegar sambandi hennar og fyrrverandi kærasta hennar lauk. Á sama tíma og því sambandi var að ljúka varð hún ástfangin af öðrum. 

„Ég elska hann af öllu mínu hjarta og ég myndi gera allt fyrir hann, en ég veit að við getum ekki verið saman. Þegar ég sé hann hugsa ég að þarna er ástin mín, en ég get ekki verið með honum,“ segir Bríet í Fréttablaðinu. 

Hún segir að það sé ekki neinum að kenna að sambandinu skyldi ljúka en það hafi vantað eitthvað upp á í sambandinu. 

Plata Bríetar hefur slegið í gegn og öll níu lög plötunnar vermdu efstu níu sætin á íslenska topplistanum á Spotify um tveggja vikna skeið. 

Bríet er í dag í sambandi með tónlistarmanninum Rubin Pollock. Hún segir að ótrúlegt en satt hafi það verið hann sem hjálpaði henni í gegnum hin sambandsslitin. 

„Ég vissi að hjarta mitt væri ekki tilbúið í þetta og ég sagði það mjög oft. Það tekur á, en hann skilur þetta. Það er enginn biturleiki eða afbrýðisemi, þess vegna gengur okkar samband svona vel upp í dag,“ segir Bríet og bætir við að hann hafi leyft henni að vera í ástarsorg á meðan hún var að verða ástfangin af honum. 

Bríet segir að það sé enn erfitt að heyra nafnið hans og hún sé að bíða eftir þeim degi sem það verði ekki þannig.

Kveðja, Bríet hefur slegið í gegn.
Kveðja, Bríet hefur slegið í gegn. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál